Kveikur mun fara af landi brott í haust

  • 3. september 2020
  • Fréttir

Aðalheiður og Kveikur í léttri sveiflu mynd: Eiðfaxi

Viðtal við nýja eigendur Kveiks frá Stangarlæk 1

Eins og Eiðfaxi greindi frá fyrr í dag að þá hefur Kveikur frá Stangarlæk 1 verið seldur til Danmerkur en kaupendur hans eru þau Gitte og Flemming Fast sem eiga og reka nýstofnaðan búgarð á Lindholm Hoje, sem er staðsettur nálægt Álaborg, þar halda þau nokkrar 1.verðlauna hryssur sem þau hafa keypt á Íslandi undanfarinn tvö ár og stefna á að rækta undan þeim.

Ragna og Birgir mega vera stolt af Kveik

Eiðfaxi hafði samband við þessa unnendur íslenska hestsins og spurði þau nánar út í kaupin á Kveik. „Við erum mjög stolt og spennt yfir því að vera nýjir eigendur Kveiks frá Stangarlæk. Þau Ragna og Birgir gerðu frábæra hluti í uppeldi hans og sáu hann vaxa og dafna og verða að stórstjörnu. Að upplifa það er markmið allra ræktenda og þau geta verið stolt af Kveik og hans árangri. Þau gerðu einnig vel í því að velja Aðalheiði sem knapa og þjálfara á honum því hún hefur skilað frábærri vinnu með hann.“

Þau Gitte og Flemming hafa haft áhuga á því að kaupa sér stóðhesta á Íslandi og hafa þau nú þegar keypt auk Kveiks, Viðar frá Skör og Styrk frá Leysingjastöðum II. „Við höfum haft áhuga á því að kaupa stóðhesta á Íslandi og ýmist eiga þá þar eða flytja hingað til Lindholm Hoje. Við fengum áhuga á Kveik í sumar og komum í kjölfarið til landsins og áttum ánægjulegt samtal við Rögnu og Birgi um það að kaupa af þeim hestinn sem nú er orðið opinbert og við erum afar ánægð með.“

Fer til Danmerkur í haust

Samkvæmt þeim Gitte og Flemming verður Kveikur fluttur til Danmerkur í haust. „Við ætlum að flytja hann hingað út í haust. Planið er að hann eigi heima hér á búgarðinum hjá okkur og verði vonandi í þjálfun til þess að mæta á einhverjar sýningar og kannski í framhaldinu keppni en við höfum ekki ennþá ákveðið hver verður knapi á honum. Markmiðið er svo að nota hann til ræktunar næsta sumar.“

Eiðfaxi óskar þessum metnaðarfullu nýju eigendum Kveiks til hamingju með hestinn og óskar þeim velfarnaðar í komandi verkefnum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar