Kynbótasýningar árið í Hollandi

  • 13. október 2021
  • Fréttir

Þórálfur frá Flagbjarnarholti var hæst dæmda hross sýningarinnr ljósmynd: Henk Peterse

Yfirlit yfir kynbótasýningar ársins

Í Hollandi voru haldnar tvær kynbótasýningar en ekki var búið að halda kynbótasýningar í tvö ár. Voru fullnaðardómar 29 talsins. Þórður Þorgeirsson var með flestar sýningar í Hollandi eða 14 talsins.

Þórálfur frá Flagbjarnarholti hlaut hæsta dóm ársins í Hollandi, en hann var sýndur af Þórði. Hann hlaut fyrir sköpulag 8,39 og fyrir hæfileika 8,45 og í aðaleinkunn 8,43, sem allt eru hæstu einkunnir ársins í Hollandi. Hann hlaut m.a. 9,0 fyrir samstarfsvilja, fet og hægt tölt. Þórálfur er 6 vetra undan Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum sem er undan Svart frá Unalæk og Krás frá Laugarvatni. Þórálfur er ræktaður af Jaap Groven og er í eigu Stoeterij van ´t Ilperveld (búgarður Jaap og Yvonne Groven.)

Timbiltá frá Stjórnarhofi er hæst dæmda hryssa ársins í Hollandi, líka sýnd af Þórði. Timbiltá er 11 vetra og hlaut í aðaleinkunn 8,19, fyrir sköpulag 8,25 og fyrir hæfileika 8,15. Hún hlaut m.a. 10 fyrir prúðleika og er það eina tían sem var gefin í Hollandi í ár. Timbiltá er undan Gand vom Erlengrund og Mæru frá Hollenskum Landamærum en hún er undan Eið frá Oddhóli og Prúð frá Oddhóli. Eigendur og ræktendur eru Dhr. A.G.B. Visser og Mw. K. Caminada.

Tíu efstu hrossin sem hlutu fullnaðardóm á árinu í Hollandi.

Fæðingarnúmer Nafn Uppruni Sýnandi SE HE AE
IS2015181609 Þórálfur Flagbjarnarholti Þórður Þorgeirsson 8.39 8.45 8.43
IS2007181608 Djákni Flagbjarnarholti Þórður Þorgeirsson 8.10 8.33 8.25
IS2011101076 Svaðilfari Eikarlundi Þórður Þorgeirsson 8.19 8.21 8.2
NL2010200091 Timbiltá Stjórnarhofi Þórður Þorgeirsson 8.25 8.15 8.19
IS2010135160 Finnur Eyri Marvin Heinze 8.21 7.93 8.03
IS2011281120 Astra Holtsmúla 1 Þórður Þorgeirsson 8.11 7.96 8.02
NL2013100163 Amor Hinriksstöðum Þórður Þorgeirsson 8.39 7.8 8.01
NL2014100034 Vatnar Lálendi Þórður Þorgeirsson 8.29 7.82 7.98
NL2009200138 Ísafold Flugsvinnardóttir de Hoge Enk Þórður Þorgeirsson 7.81 8.05 7.97
NL2013200087 Gæfa ´t Groote Veld Erik Spee 7.74 8.09 7.97

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<