Kynbótasýningarárið í Noregi

  • 12. október 2021
  • Fréttir

Svanur fra Kringeland Mynd:facebook

Yfirlit yfir kynbótasýningar ársins

Í Noregi voru haldnar tvær kynbótasýningar. Fullnaðardómar voru 43 talsins. Agnar Snorri Stefánsson var með flestar sýningar á árinu í Noregi eða 7 talsins.

Svanur fra Kringeland hlaut hæsta dóm ársins í Noregi, 8,53 í aðaleinkunn, sýndur af Tryggva Björnssyni. Svanur hlaut hæstu einkunn fyrir sköpulag og hæfileika einnig en fyrir sköpulag hlaut hann 8,64 og 8,47 fyrir hæfileika. Hann hlaut m.a. 9,5 fyrir bak og lend og 9,0 fyrir brokk, samstarfsvilja, samræmi og hófa. Svanur er 7 vetra undan Sævari frá Hæli og Öldu fra Kringeland sem er undan Rey frá Dalbæ og Dúkku frá Búlandi. Svanur er í eigu og ræktaður af Inge Kringeland.

Kastanía frá Rauðalæk er hæst dæmda hryssa ársins í Noregi, sýnd af Steinari Clausen Kolnes. Kastanía er 8 vetra og hlaut í aðaleinkunn 8,17, 8,46 fyrir sköpulag og 8,02 fyrir hæfileika. Hún er undan Spuna frá Vesturkoti og Furu frá Hellu sem er undan Eldjárni frá Tjaldhólum og Ösp frá Skammbeinsstöðum 3. Ræktandi Kastaníu er Johannes Kolnes og Marie Cecilie Clausen Kolnes en þau eru einnig eigendur.

Tvær tíur voru gefnar í Noregi en þær voru báðar fyrir prúðleika en það voru þeir Hrafn fra Kringeland og Tannálfur fra Fossanmoen sem hlutu þær.

10 hæst dæmdu stóðhestarnir í Noregi í ár

Fæðingarnúmer Nafn Uppruni Sýnandi  SE HE AE
NO2014104293 Svanur Kringeland Tryggvi Björnsson 8.64 8.39 8.48
NO2014104113 Gústaf Nedre Sveen Agnar Snorri Stefansson 8.18 8.09 8.12
NO2016115164 Adam Jakobsgården Agnar Snorri Stefansson 8.20 8.05 8.11
IS2008166201 Leistur Torfunesi Ayla Steinsgard 8.11 8.07 8.09
NO2015115090 Vinningur Jakobsgården Stian Pedersen 8.26 7.78 7.95
NO2015115020 Amor Jakobsgården Stian Pedersen 8.54 7.62 7.94
SE2016170847 Síríus Backome Stian Pedersen 8.27 7.67 7.88
NO2014111096 Tannálfur Fossanmoen Christina Lund 7.92 7.81 7.85
NO2016111071 Sesar Skarstad Steinar Clausen Kolnes 7.98 7.68 7.79
IS2016187745 Þorvar Arabæjarhjáleigu Camilla Mood Havig 8.04 7.55 7.72

 

10 hæst dæmdu hryssurnar í Noregi í ár

Fæðingarnúmer Nafn Uppruni Sýnandi SE HE AE
IS2013281915 Kastanía Rauðalæk Steinar Clausen Kolnes 8.46 8.02 8.17
NO2013208162 Lukka Bergkåsa Liv Runa Sigtryggsdottir 7.94 8.18 8.10
NO2015208117 Byrjun Bergkåsa Liv Runa Sigtryggsdottir 8.03 7.97 7.99
NO2015221018 Vakra Hillringsberg Agnar Snorri Stefansson 8.08 7.92 7.97
NO2015204069 Ljúfa Kise Camilla Mood Havig 7.80 7.94 7.89
NO2013215024 Randalín Stall Wenaas Christina Lund 7.91 7.86 7.88
IS2014201306 Ástsæl Birkiey Kristin Elise Andersen 7.64 7.98 7.87
NO2017201044 Alfa Havnås Bernt Severinsen 8.06 7.75 7.86
NO2013215219 Tilviljun Jakobsgården Agnar Snorri Stefansson 8.11 7.72 7.85
NO2013207002 Eyradís Nínu Kristin Elise Andersen 8.34 7.56 7.84

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<