Lokamót Uppsveitadeildarinnar framundan

  • 10. maí 2021
  • Fréttir

Efstu þrír í tölti árið 2020

Lokamótið í Uppsveitadeildinni fer fram miðvikudagskvöldið 12.maí þegar keppt verður í tölti og skeiði.
Í fyrra sigraði Reynir Örn Pálmason töltið á Óskari frá Breiðstöðum og Þorgeir Ólafsson náði besta tímanum í skeiðinu á Ögrunn frá Leirulæk. Það verður spennandi að sjá hvort þessi pör mæti aftur til leiks í ár!
Eins og staðan er núna er einungis eitt og hálft stig sem skilur að efstu tvö liðin í liðakeppninni en þar er efst lið STORM RIDER og skammt undan TEAM DENNI DESIGN.
Það er því ljóst að allt getur gerst, tvær greinar eftir og nóg af stigum í pottinum.
Efstur í einstaklingskeppninni fyrir lokamótið er Þórarinn Ragnarsson, önnur er Sara Sigurbjörnsdóttir og þriðji er Þorgeir Ólafsson.
Sýnt verður frá mótinu á ALENDIS TV og hefst keppni kl.19.30 👌

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<