„Mesti gæðingur sem ég hef riðið“

  • 9. júlí 2022
  • Fréttir
Sigurður Steingrímsson sigurvegari unglingaflokksins

„Það er geggjað að vinna Landsmót. Mjög skemmtilegt að fara lengri leiðin að því, extra show og extra reið. Það er geggjað að ríða þessari meri og ótrúlega gaman að ríða henni úrslit. Þetta er algjör gæðingur. Mesti gæðingur sem ég hef riðið,“ segir Sigurður sem ætlar sér að toppa föður sinn Steingrím Sigurðsson, tvöfaldan Landsmótssigurvegara í A flokk.

Sigurður Steingrímsson er sannarlega hástökkvari dagsins en hann kom upp úr b úrslitum og vann síðan unglingaflokkinn með 8,96 í einkunn. Það er mjög margir sammála því að þetta sé einn sterkasti unglingaflokkur sem hefur verið á Landsmóti. Krakkarnir eru ótrúlega vel ríðandi og fjöldinn af gæðingum mikill.

Matthías Sigurðsson og Bragur frá Ytri-Hól enduðu í öðru sæti með 8,87 í einkunn en í því þriðja var Svandís Aitken Sævarsdóttir á Fjöður frá Hrísakoti með 8,84 í einkunn. Eins og sjá má á einkunum þá var mjótt á munum og úrslitin æsispennandi.

A úrslit – Unglingaflokkur – Niðurstöður
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn

1 Sigurður Steingrímsson Hátíð frá Forsæti II Geysir 8,96
2 Matthías Sigurðsson Bragur frá Ytra-Hóli Fákur 8,87
3 Svandís Aitken Sævarsdóttir Fjöður frá Hrísakoti Sleipnir 8,84
4 Lilja Dögg Ágústsdóttir Klerkur frá Bjarnanesi Geysir 8,79
5 Elva Rún Jónsdóttir Hraunar frá Vorsabæ II Sprettur 8,72
6 Sigurbjörg Helgadóttir Elva frá Auðsholtshjáleigu Fákur 8,64
7 Glódís Líf Gunnarsdóttir Goði frá Ketilsstöðum Máni 8,56
8 Eik Elvarsdóttir Blær frá Prestsbakka Geysir 8,49

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar