Tippari vikunnar „Minn uppáhalds leikmaður er í brúnni hjá Palace“

  • 12. janúar 2023
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Þórður Þorgeirsson

Þá er komið að sjöundu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

Þessari umferð var á dagskrá í september s.l en var frestað á sínum tíma vegna fráfalls Bretadrottningar, og verður hún því spiluð yfir langan tíma.

Tippari vikunnar í þessari löngu sjöundu umferð er Þórður Þorgeirsson tamningamaður og knapi, búsettur í Þýskalandi.

Arsenal er lið Þórðar í enska boltanum og er hann að vonum kampa kátur með stöðu sinna manna í deildinni.

Þórður setti þessa spá á blað í byrjun september. Fyrsti leikur í þessari frestuðu umferð er í dag 12. janúar þegar Fulham og Chelsea mætast, en næstu leikir í þessari umferð koma svo á næstu vikum.

 

Spá Þórðar er eftirfarandi:

 

Fulham 1-2 Chelsea
Chelsea er með svo til nýjan stjóra sem þarf tíma, en þeir eru með allar buddur opnar og ætla sér sigur í kvöld.

AFC Bournemouth 0-0 Brighton & Hove Albion
Þetta verður hundleiðinlegur leikur.

Leicester City 1-1 Aston Villa
Ég sé þetta bara steindautt 1-1 jafntefli, bæði mörk leiksins verða sjálfsmörk.

Liverpool 2-0 Wolverhampton
Minn maður Klopp lætur ekki bjóða sér þetta áfram það sem á undan er gengið. Hann á eftir að sýna í sér tennurnar.

Southampton 0-1 Brentford
Brentford taka þetta.

Manchester City 2-1 Tottenham Hotspur
Það væri gaman að vera á þessum leik. City er stórkostlegt lið þeir eru með þessa geimveru þarna sem þeir fundu þarna uppí Noregi, ég veit ekki hvurslags knattspyrnumaður það er. Það er með ólíkindum hvað hann er magnaður þessi drengur, hann er stórhættulegur hverri einustu vörn hvar sem er í heiminum. Hann er yfirburðar knattspyrnumaður. City klára þetta.

Arsenal 2-0 Everton
Hér eru mínir menn, ég stend með þeim.  Odegard og Sakhameð mörkin.

West Ham United 0-2 Newcastle United
Newcastle tekur þetta, þeir eru á rönni.

Crystal Palace 2-1 Manchester United
Minn uppáhalds leikmaður er í brúnni hjá Palace. Nú er lag á Læk, ég ætla að vera svo djarfur að spá Palace sigri. Það verður svo heitt í kolunum að Viera verður rekin uppí stúku.

Leeds United 0-1 Nottingham Forest
Það er gaman að horfa á Forest, þeir taka þetta.

 

Staðan:

Sigurður Matthíasson 7 réttir

Ásmundur Ernir Snorrason 7 réttir

Þórarinn Ragnarsson 6 réttir

Guðmundur Björgvinsson 6 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar