Þýskaland Mótinu í Kronshof lokið

  • 20. maí 2024
  • Fréttir

Nils-Christian Larsen fagnar sigri í fimmgangi á Gusti vom Kronshof. Ljósmynd: Ulrich Neddens/Eyja.net

Helstu úrslit frá lokadeginum

Íþróttamótinu á Kronshof í Þýskalandi lauk í dag með sannkölluðum úrslitadegi auk þess að keppt var í 100 metra skeiði. Rúmlega 700 hross tóku þátt í mótinu þar sem keppt var bæði í yngri- og fullorðinsflokkum. Sýnt var beint frá mótinu á Eyja.net og gengu útsendingarmál stórkostlega.

Helstu úrslit dagsins í fullorðinsflokki voru þau að Jóhann Rúnar Skúlason og Evert frá Slippen unnu keppni í tölti með einkunnina 8,56. Þeir áttu einnig þátttökurétt í úrslitum í fjórgangi, þar sem þeir stóðu efstir eftir forkeppni, en Jóhann lét sér tölt úrslitin nægja. Í fjórgangi var það Beeke Köpke á Múla frá Bergi sem uppi stóð sem sigurvegari með 7,50 í einkunn, þau fóru lengri leiðina að sigri þar sem þau unnu b-úrslitin í gærdag og tryggðu sér þannig inn í A-úrslitin.

Keppni í fimmgangi vann Nils-Christian Larsen á Gusti vom Kronshof með einkunnina 7,31 en þeir leiddu einnig að lokinni forkeppni og héldu því sæti sínu. Slaktaumatöltið vann Susanne Birgisson á Krónu von der Hartmühle með 8,38 í einkunn.

Helstu niðurstöður úrslita dagsins og keppni í 100 metra skeiði má lesa hér fyrir neðan en öll úrslit mótsins má skoða nánar með því að smella hér.

Tölt T1 – A úrslit

# Knapi Hestur Einkunn
1 Jóhann Rúnar Skúlason Evert fra Slippen 8.56
2 Anna-Lisa Zingsheim Glaður frá Kálfhóli 2 8.06
3 Susanne Birgisson Kári von der Hartmühle 7.61
3 Stefan Schenzel Mökkur frá Flagbjarnarholti 7.61
5 Laura Midtgård Hansen Gimsteinn frá Íbishóli 7.56
6 Styrmir Árnason Özur frá Ásmundarstöðum 3 7.17

Fjórgangur V1 A-úrslit

# Knapi Hestur Einkunn
1 Beeke Köpke Múli frá Bergi 7,50
2 Frauke Schenzel Lýdía frá Eystri-Hól 7,33
3 Josefin Þorgeirsson Galsi vom Maischeiderland 7,30
4 Silke Feuchthofen Fagur vom Almetal 7,13
5 Lena Maxheimer Tvistur frá Kjarna 6,67
6 Irene Reber Dáð frá Tjaldhólum 7,07

Fimmgangur F1 A-úrslit

# Knapi Hestur Einkunn
1 Nils-Christian Larsen Gustur vom Kronshof 7.31
2 Milena Hofmann Herion von Hof Osterkamp 7.21
3 Frauke Schenzel Náttdís vom Kronshof 7.02
4 Lilja Thordarson Ófeigur frá Árbæjarhjáleigu II 6.90
5 Elisa Graf Óskasteinn vom Habichtswald 6.71
6 Sasha Sommer Kunningi frá Hofi 5.93

 Slaktaumtölt T2 A-úrslit

#. Knapi Hestur Einkunn
1 Susanne Birgisson Króna von der Hartmühle 8.38
2 Josefin Þorgeirsson Galsi vom Maischeiderland 8.25
3 Silke Feuchthofen Fagur vom Almetal 7.79
4 Rike Wolf Víkingur frá Hofsstaðaseli 7.75
5 Josje Bahl Alsvinnur vom Wiesenhof 7.58
6 Frederic Feldmann Röskva vom Habichtswald II 7.13

100 metra skeið

# Knapi Hestur Tími
1 Steffi Plattner Ísleifur vom Lipperthof 7,81″
2 Vicky Eggertsson Ylfa frá Miðengi 7,83″
3 Simon Pape Gleði fra Egholm 7,87″
4 Laura Enderes Fannar von der Elschenau 7,95″
5 Stephan Michel Gellir frá Sauðárkróki 8,11″
6 Beggi Eggertsson Tangó frá Litla-Garði 8,74″

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar