Myrkvar og Vákur efstu folar

  • 22. maí 2023
  • Fréttir
Ungfolasýning hjá Hrossaræktarfélagi Landeyja
Ungfolasýning Hrossaræktarfélags Landeyja var haldin sunnudaginn 7.maí. Þorvaldur Kristjánsson dæmdi eins og undanfarin ár vonarstjörnur komandi ára og er honum veittar bestu þakkir fyrir.

Efstu hestar voru:

Tveggja vetra hestar.
1. Myrkvar frá Skíðbakka I
F. Marel frá Aralind
M. Tinna frá Kimbastöðum
Eig. og ræktendur Birgitta Bjarnadóttir og Birgir Ægir Skíðbakka I

2. Nn frá Koltursey
F. Adrían frá Garðshorni
M. Pálína frá Koltursey
Eig. og ræktandi Þórhallur Dagur Pétursson

3. Prúður frá Strandarhöfði
F. Loki frá Selfossi
M. Paradís frá Brúarreykjum
Eig. og ræktandi Strandarhöfuð.

Efsti tveggja vetra hesturinn Myrkvar frá Skíðbakka I

Þriggja vetra hestar.
1. Vákur frá Syðri Úlfsstöðum
F. Pensill frá Hvolsvelli
M. Saga frá Syðri Úlfsstöðum
Eig. og ræktendur Sigríður og Sigríkur Syðri Úlfsstöðum

2. Háfeti frá Koltursey
F. Apollo frá Haukholtum
M. Hnoss frá Koltursey
Eig. og ræktendur Þórhallur, Þórhildur og Pétur Koltursey

3. Áki frá Skíðbakka I
F. Viðar frá Skör
M. Ýr frá Skíðbakka I
Eig. og ræktandi Rútur Pálsson

Efsti þriggja vetra folinn Vákur frá Syðri-Úlfsstöðum

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar