Notaðar hestavörur frá nýtt líf
Vinkonurnar Gunnhildur Ýrr Jónsdóttir og Þuríður Ásta Sigurjónsdóttir standa á bak við verslunina Stall þar sem fólk getur keypt og selt notaðar hestavörur.
„Okkur fannst þetta nauðsynlega vanta í hestaheiminn. Það er að safnast upp hestavörur hjá mörgum sem þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við. Fólk hefur verið að nýta sér álíka verslanir mjög mikið, eins og Barnaloppuna og Extraloppuna, og fannst okkur vera kominn tími til að stofna eina slíka fyrir hestavörur,“ segir Gunnhildur.
Boðið er upp á stallaleigu þar sem fólk getur bókað stall með fataslá og tveimur hillum, stall með fataslá, hillu og hnakkastandi eða bara hnakkastand. Fyrir þá sem hafa engan tíma til að þrífa reiðtygin sín bjóða þær upp á þrif líka.
„Fólk hefur ekki allan tíman í heiminum til að koma með hreinan hnakk svo við bjóðum upp á reiðtygjaþrif fyrir fólk ef það vill nýta sér þjónustuna.“
Stallaleigan fer fram á vefsíðu þeirra, www.stallur.is, en þar hafa Gunnhildur og Þuríður verið að reka netverslun í dágóðan tíma þar sem þær hafa verið að selja vörur frá þeim og hnakka frá Tøltsaga. Ákváðu þær síðan að slá til og opna verslun sem staðsett er í Garðatorgi. Hvetja þær alla hestamenn að gefa hestavörunum sínum nýtt líf.
„Við bjóðum hestafólki einstakt tækifæri til að endurselja fatnað, reiðtygi, hnakka og aðrar hestatengdar vörur með því að leigja bás í verslun okkar. Fyrstu tíu sem bóka bás frá 25% afslátt af fyrstu bókun. Ekki leyfa hestavörunum að safna ryki. Gefðu þeim nýtt líf hjá Stallur.“
Verðskrá er hægt að sjá á heimasíðu Stalls.