Opið gæðingamót Sleipnis

  • 20. júní 2021
  • Fréttir

Frami frá Ketilsstöðum og knapi hans Elin Holst er einn af þeim hestum sem hlotið hefur B-flokks skjöld Sleipnis til varðveislu í eitt ár. Ljósmynd/Gísli Guðjónsson

Opið gæðingamót Sleipnis fer fram á Brávöllum á Selfossi helgina 26.-27. Júní, mótið átti upprunalega að fara fram í byrjun júní en var frestað sökum þátttökuleysis.

Keppt verður í hefðbundnum greinum gæðingakeppninnar auk gæðingatölts. Skráning er hafin og fer fram á Sportfeng.

Góð þátttaka hefur oft verið í gæðingakeppni Sleipnis og er það mikill heiður fyrir eigendur hrossa og knapa að standa efst í sínum flokki. Gæðingamótsnefnd skorar á félagsmenn Sleipnis og aðra þá sem áhuga hafa á að taka þátt.

Skráning er í fullum gangi en henni lýkur þriðjudagskvöldið 22.júní

Gæðingamótsnefnd

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar