1. deildin í hestaíþróttum Öryggi á slaka taumnum skilaði Hermanni sigri

  • 16. mars 2024
  • Fréttir
Niðurstöður úr slaktaumatöltinu í 1. deildinni í hestaíþróttum

Það voru spennandi úrslitin í slaktaumatöltinu í 1. deildinni en eftir hæga töltið og frjálsu ferðina leiddu þau nokkuð örugglega Arnhildur Helgadóttir á Frosta frá Hjarðartúni og Reynir Örn Pálmason á Ölfu frá Margrétarhofi. Á slaka taumnum lentu þau hins vegar bæði í smá brasi sem kom niður á einkunnum þeirra.

Hermann Arason á Gusti frá Miðhúsum silgdi fram úr þeim en þeir félagar voru öryggið uppmálað á slaka taumnum enda engir nýgræðingar í greininni. Unnu þessa grein í fyrra í Áhugamannadeildinni og unnu slaktaumatöltið í Suðurlandsdeildinni fyrr í mánuðinum. Nú bættu þeir við enn einum sigrinum í kvöld.

Í öðru sæti endaði Arnhildur á Frosti með 7,04 í einkunn en þetta eru dýrmæt stig fyrir Arnhildi sem tryggir sér efsta sætið í einstaklingskeppninni með 23 stig. Í þriðja sæti varð Rakel Sigurhansdóttir á Slæðu frá Traðarholti með 7,00 í einkunn.

Það var lið Sportfáka sem vann liðabikarinn í kvöld en þau Arnhildur, Snorri Dal og Anna Björk kepptu fyrir liðið í kvöld.

Tölt T2
Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Hermann Arason Gustur frá Miðhúsum 7,17
Tölt frjáls hraði 7,00 7,50 7,50 7,00 7,00 = 7,17
Hægt tölt 6,50 6,50 7,50 7,00 7,00 = 6,83
Tölt með slakan taum 7,00 7,50 7,00 7,50 7,50 = 7,33

2 Arnhildur Helgadóttir Frosti frá Hjarðartúni 7,04
Tölt frjáls hraði 8,00 8,00 7,50 7,50 7,50 = 7,67
Hægt tölt 7,00 7,50 7,50 7,50 7,50 = 7,50
Tölt með slakan taum 7,50 6,50 6,00 6,50 6,50 = 6,50

3 Rakel Sigurhansdóttir Slæða frá Traðarholti 7,00
Tölt frjáls hraði 8,00 8,00 7,50 7,50 7,50 = 7,67
Hægt tölt 7,00 7,50 7,50 7,50 7,50 = 7,50
Tölt með slakan taum 7,50 6,50 6,00 6,50 6,50 = 6,50

4 Reynir Örn Pálmason Alfa frá Margrétarhofi 6,92
Tölt frjáls hraði 8,00 8,00 7,50 7,50 7,50 = 7,67
Hægt tölt 7,00 7,50 7,50 7,50 7,50 = 7,50
Tölt með slakan taum 7,50 6,50 6,00 6,50 6,50 = 6,50

5 Katrín Sigurðardóttir Ólína frá Skeiðvöllum 6,88
Tölt frjáls hraði 8,00 8,00 7,50 7,50 7,50 = 7,67
Hægt tölt 7,00 7,50 7,50 7,50 7,50 = 7,50
Tölt með slakan taum 7,50 6,50 6,00 6,50 6,50 = 6,50

6 Anna Björk Ólafsdóttir Djarfur frá Litla-Hofi 6,25
Tölt frjáls hraði 5,50 7,50 7,00 6,50 6,50 = 6,67
Hægt tölt 6,00 6,50 6,50 6,00 6,50 = 6,33
Tölt með slakan taum 6,50 5,50 5,50 6,50 6,00 = 6,00

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Arnhildur Helgadóttir Frosti frá Hjarðartúni 7,33
2 Rakel Sigurhansdóttir Slæða frá Traðarholti 7,17
3 Hermann Arason Gustur frá Miðhúsum 7,10
4 Katrín Sigurðardóttir Ólína frá Skeiðvöllum 6,73
5 Anna Björk Ólafsdóttir Djarfur frá Litla-Hofi 6,67
6 Reynir Örn Pálmason Alfa frá Margrétarhofi 6,60
7 Birna Olivia Ödqvist Ósk frá Stað 6,53
8-9 Jóhann Ólafsson Úlfur frá Hrafnagili 6,50
8-9 Hákon Dan Ólafsson Tangó frá Heimahaga 6,50
10 Friðdóra Friðriksdóttir Bylur frá Kirkjubæ 6,47
11-12 Kári Steinsson Senjoríta frá Álfhólum 6,33
11-12 Eyjólfur Þorsteinsson Blakkur frá Traðarholti 6,33
13-14 Anna S. Valdemarsdóttir Erró frá Höfðaborg 6,30
13-14 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 6,30
15-17 Haukur Bjarnason Ísar frá Skáney 6,23
15-17 Snorri Dal Þota frá Hrísdal 6,23
15-17 Þorvarður Friðbjörnsson Þjóðólfur frá Þjóðólfshaga 1 6,23
18 Tinna Rut Jónsdóttir Forysta frá Laxárholti 2 6,03
19 Haukur Tryggvason Hríma frá Kerhóli 6,00
20 Kristín Ingólfsdóttir Ásvar frá Hamrahóli 5,83
21 Siguroddur Pétursson Bragi frá Hrísdal 5,77
22 Elín Hrönn Sigurðardóttir Svandís frá Aðalbóli 1 5,63
23 Hjörvar Ágústsson Gýmir frá Skúfslæk 5,47
24 Vigdís Matthíasdóttir Stillir frá Litlu-Brekku 5,43

Efstu 5 í einstaklingskeppninni:

1. Arnhildur Helgadóttir 23 stig
2. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir 20
3. Snorri Dal 14 stig
4. Hákon Dan Ólafsson 13.5 stig
5. Hermann Arason 12.5 stig

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar