Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts Samskipadeildin – Lið Sindrastaða

  • 9. febrúar 2025
  • Fréttir
Áhugamannadeild Spretts liðakynning

Annað liðið sem við kynnum til leiks fyrir Samskipadeild, áhugamannadeild Spretts 2025 er lið Sindrastaða.
Liðið er óbreytt frá síðasta tímabili, er skipað hressu norðanfólki og finnst okkur einstaklega gaman að þau geri sér ferð suður yfir heiðar til að taka þátt í Samskipadeildinni. Kolbrún Grétarsdóttir er liðsstjóri liðsins.

Kolbrún Grétarsdóttir, Hestamannafélaginu Þyt, 55 ára, 178 cm, Hrútur
Halldór Pétur Sigurðsson, Hestamannafélaginu Þyt, 70 ára, 174 cm, Sporðdreki
Herdís Einarsdóttir, Hestamannafélaginu Þyt, 65 ára, 165 cm, Tvíburi
Jóhann Albertsson, Hestamannafélaginu Þyt, 66 ára, 190 cm, Ljón
Pálmi Geir Ríkharðsson, Hestamannafélaginu Þyt, 59 ára 174 cm, Tvíburi

Samskipadeild rúllar af stað fimmtudaginn 20. febrúar. Frítt inn og veitingasalan verður á sínum stað.
Keppnin verður einnig sýnd á Eiðfaxa TV, endilega tryggið ykkur áskrift þar og fylgist með.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar