Sara Sigurbjörns fór á kostum í Uppsveitadeildinni

  • 1. maí 2021
  • Fréttir

Sara og Flóki frá Oddhóli fóru á kostum í A-úrslitum

Keppni í fimmgangi fór fram í kvöld í Uppsveitadeildinni á Flúðum. Ekki er um hefðbundið form fimmgangskeppninnar að ræða þar sem knapar leggja á skeið í gegnum höllina.

Margir knapar náðu að laða fram góðar sýningar og þá sérstaklega sigurvegari kvöldsins Sara Sigurbjörnsdóttir. Hún sat Flóka frá Oddhóli og sigruðu þau með nokkrum yfirburðum. Reiðmennska og samband þeirra tveggja var til mikillar fyrirmyndar og einkunnir eftir því.

Lið Storm Rider var stigahæsta lið kvöldsins en það er nóg að gera hjá Styrmi Þorsteinssyni eiganda liðsins því hann þeytist landshorna á milli til að taka við liðssigrum í hinum ýmsu keppnisdeildum. Á miðvikudagskvöldið sigraði nefninlega lið Storm Rider fimmgang í Meistaradeild KS og þar tók hann við verðlaunum líkt og í kvöld.

Eftir tvær greinar er mjög mjótt á munum milli efstu knapa og liða og ljóst er að hörð barátta verður um stigin á lokakvöldinu sem fram fer 12.maí þegar keppt verður í tölti og skeiði!
Svona er staða 10 efstu í einstaklingskeppninni :
KNAPI/LIÐ
1. Þórarinn Ragnarsson STORM RIDER 31
2. Sara Sigurbjörnsdóttir TEAM DENNI DESIGN 29
3. Þorgeir Ólafsson FELLSKOTSHESTAR 27
4. Rósa Birna Þorvaldsdóttir JOSERA 26
5-6. Ólöf Rún Guðmundsdóttir TEAM DENNI DESIGN 24
5-6. Daníel Larsen FELLSKOTSHESTAR 24
7. Karen Konráðsdóttir ÁRBÆJARHJÁLEIGA II 23
8. Þorgils Kári Sigurðsson MEISTARI LOFTUR 17
9-10. Ragnhildur Haraldsdóttir TEAM DENNI DESIGN 16
9-10. Reynir Örn Pálmason STORM RIDER 16
Svona er staðan í liðakeppninni að loknum tveimur greinum :
1. STORM RIDER 74,5 STIG
2. TEAM DENNI DESIGN 73 STIG
3. FELLSKOTSHESTAR 66 STIG
4. JOSERA 49,5 STIG
5. MEISTARI LOFTUR 45 STIG
6. ÁRBÆJARHJÁLEIGA II 33 STIG

F.v. Styrmir Þorsteinsson eigandi Storm Rider, Þórarinn Ragnarsson, Páll Bragi Hólmarsson og Reynir Örn Pálmason

Hér fyrir neðan má sjá heildarúrslit kvöldsins

Fimmgangur F1
Opinn flokkur – 1. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Þorgeir Ólafsson Snilld frá Fellskoti 6,87
2-3 Karen Konráðsdóttir Lind frá Hárlaugsstöðum 2 6,77
2-3 Sara Sigurbjörnsdóttir Flóki frá Oddhóli 6,77
4 Reynir Örn Pálmason Silfurskotta frá Sauðanesi 6,70
5 Þórarinn Ragnarsson Vörður frá Vindási 6,57
6 Daníel Ingi Larsen Eva frá Reykjadal 6,30
7 Arnar Máni Sigurjónsson Blesa frá Húnsstöðum 6,17
8 Páll Bragi Hólmarsson Þekking frá Austurkoti 6,10
9 Hákon Dan Ólafsson Júlía frá Syðri-Reykjum 6,00
10 Ólöf Rún Guðmundsdóttir Heimir frá Flugumýri II 5,93
11 Rósa Birna Þorvaldsdóttir Ósk frá Neðri-Mýrum 5,83
12 Guðjón Sigurðsson Frigg frá Varmalandi 5,57
13 Þorvaldur Logi Einarsson Sóldögg frá Miðfelli 2 5,40
14 Þór Jónsteinsson Leikur frá Þrastarhóli 5,27
15 Helgi Þór Guðjónsson Dimma frá Skíðbakka I 4,93
16 Þorgils Kári Sigurðsson Ljóri frá Stóru-Ásgeirsá 4,43
17 Hermann Þór Karlsson Nóta frá Efri-Brúnavöllum I 3,90
B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
5 Þórarinn Ragnarsson Vörður frá Vindási 6,69
6 Páll Bragi Hólmarsson Þekking frá Austurkoti 6,29
7 Daníel Ingi Larsen Eva frá Reykjadal 6,14
8 Arnar Máni Sigurjónsson Blesa frá Húnsstöðum 5,52
9 Hákon Dan Ólafsson Júlía frá Syðri-Reykjum 5,40
A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Sara Sigurbjörnsdóttir Flóki frá Oddhóli 7,31
2 Þorgeir Ólafsson Snilld frá Fellskoti 6,93
3 Reynir Örn Pálmason Silfurskotta frá Sauðanesi 6,67
4 Karen Konráðsdóttir Lind frá Hárlaugsstöðum 2 6,52
5 Þórarinn Ragnarsson Vörður frá Vindási 4,38

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar