Sindri og Rauðskeggur á Stóðhestaveislu árið 2022

  • 3. apríl 2024
  • Sjónvarp Fréttir
Upphitun fyrir Stóðhestaveislu

Stóðhestaveislan er viðburður sem hestamenn láta ekki framhjá sér fara. Framundan er 15 stóðhestaveislan en árin 2020-2021 fór hún fram undir nafninu Ræktunardagur Eiðfaxa og var haldinn í Víðidalnum, ástæða þess var Covid tímabilið þar sem ekki var hægt að halda fjölmennan innanhúsviðburð.

Í dag eru tvær vikur í þennan stórviðburð en Stóðhestaveislan fer fram þann 13. apríl í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Þann dag kemur einnig biblía hrossaræktenda, Stóðhestabókin, út og í hendur veislugesta.

Nú sjáum við atriði af Stóðhestaveislu frá árinu 2022 með tveimur stórgæðingum þeim Sindra frá Hjarðartúni og Rauðskeggi frá Kjarnholtum.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar