Landsamband hestamanna Skeiðknapi ársins

  • 18. nóvember 2023
  • Fréttir
"Náði eins og svo oft áður frábærum árangri í skeiði á árinu sem er að líða"

Skeiðknapi ársins 2023 er Daníel Gunnarsson en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga sem haldin er í Gamla bíói. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Daníel náði eins og svo oft áður frábærum árangri í skeiði á árinu sem er að líða og er með tvö hross undir 22.0 sekúndum á stöðulista í 250m skeiði og þrjú hross undir 8.0 sekúndum í flugskeiði. Þar má helst nefna systurnar Einingu og Kló frá Einhamri en Eining og Daniel unnu til silfurverðlauna í eftirminnilegum lokaspretti í 250m skeiði á Heimsmeistaramótinu í vor. Daníel átti frábært ár í skeiðkappreiðum ársins og hlýtur nafnbótina: Skeiðknapi ársins 2023.“

Eiðfaxi óskar Daníel innilega til hamingju með árangur ársins!

Aðrir tilnefndir voru:

Elvar Þormarsson
Hans Þór Hilmarsson
Ingibergur Árnason
Teitur Árnason

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar