Skráningu lýkur í kvöld – Meistaradeild ungmenna

  • 27. október 2020
  • Fréttir
Meistaradeild Ungmenna og Dýralæknar Sandhólaferju 2021
Dýralæknar Sandhólaferju verða aðalstyrktaraðilar Meistaradeildar Ungmenna 2021 og þökkum við þeim stuðninginn.
Skráningu skal senda inná netfangið meistaradeildungmenna@gmail.com.
Meistaradeild Ungmenna er liðakeppni með 4 knöpum í hverju liði. Best er ef ungmenni safna sér saman í lið og senda inn. Þó geta einstaklingar líka sent inn ef þeir hafa áhuga, þannig er líka hægt að stofna lið með okkar hjálp.
Þátttökugjald er 150.000kr á lið. Hámarks fjöldi liða eru 10 lið.
Meistaradeild Ungmenna fer fram í Fákaseli í Ölfusi.
Keppniskvöldin verða 5 þetta árið og eru eftirfarandi:
Janúar 2021 – knapakvöld með yfirdómara og fyrirlestur
5.febrúar – fjórgangur V1
19.febrúar – fimmgangur F1
5.mars – gæðingfimi
19.mars – slaktaumatölt T2 og skeið
31.mars – tölt T1
Meistaradeild Ungmenna er liðakeppni og mun stigahæsta liðið deildarinnar hampa farandgrip deildarinnar.
Þrír knapar frá hverju liði keppa í V1, F1, T1 og gæðingafimi og engin takmörk eru á því hvað hver knapi getur keppt oft.
Tveir knapar frá hverju liði keppa í T2 og tveir í skeiði.
Hver knapi í hverju liði þarf að telja til stiga í allavega einni grein.
Tölt T1 geta allir knapar keppt en þrír efstu knapar hjá hverju liði telja til stiga.
Það verða a- og b- úrslit í V1, F1 og T1 en sigurvegari b-úrslita fer ekki uppí a-úrslit.
Í slaktaumatölti T2 verða bara a-úrslit með 6 knöpum.
Tvær umferðir verða í skeiðinu og besti tíminn gildir.
Gæðingafiminni munu 6 knapar ríða til úrslita.
Stjórnin

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar