Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Slaktaumatölt Meistaradeildar Líflands 2023

  • 6. febrúar 2024
  • Fréttir
Keppt verður í Slaktaumatölti í HorseDay höllinni Ingólfshvoli fimmtudaginn 8. febrúar næst komandi og hefst keppni stundvíslega kl. 19:00. Slaktaumatölt í Meistaradeildinni hefur verið vaxandi grein og er keppnin orðin gríðarlega sterk þar sem margir af bestu tölturum landsins etja kappi. Í fyrra voru það þau Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum sem sigruðu og má búast við því að þau stefni á að endurtaka leikinn. En það kemur í ljós á þriðjudaginn hverjir keppa um titilinn þegar dregið verður í rásröð í beinni útsendingu á ALENDIS kl. 20:00.

Að þessu sinni ætlar Horses of Iceland að bjóða í gestum frítt í HorseDay höllina. Veisluþjónusta Suðurlands verður á staðnum með glæsilegt hlaðborð ásamt öðrum veitingum og sé pantað fyrir fram á hlaðborðið fylgir í kaupbæti frátekið sæti á besta stað í stúkunni. Pantanir fara fram HÉR en nánari upplýsingar má senda á info@ingolfshvoll.is – húsið opnar 17:30!

Í fyrra voru það þau Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Það verður spennandi að sjá hvort þau munu mæta aftur til leiks! Það er veisla fram undan! Bestu knapar landsins munu berjast um titilinn um það hver sigri Meistaradeild Líflands 2024.

Picture

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar