Steggur frá Hrísdal seldur og fer erlendis

  • 12. júlí 2021
  • Fréttir

Steggur frá Hrísdal í A-úrslitum í B-flokki á Fjórðungsmóti

Hinn þekkti keppnishestur Steggur frá Hrísdal er seldur úr landi og fer af landi brott til Austurríkis í haust. Fjórðungsmótið í Borgarnesi var að öllum líkindum hans síðasta mót hér á landi. Af þessu tilefni heyrði blaðamaður Eiðfaxa í Siguroddi Péturssyni þjálfara hans.

Já ég get staðfest það að hann er seldur og fer af landi brott í haust. Hann verður heima á Hrísdal til notkunar núna í sumar og verður í örlítilli brúkun.“ Segir Siguroddur en hvernig lýsir hann Steggi?

Þetta er gæðingur og hefur verið það frá fyrsta degi í tamningu. Ég sá hann koma í heiminn, tamdi hann, hef séð um þjálfunina og verið með hann alla tíð. Gunnar eigandi hans hefur treyst mér fyrir honum og við erum búnir að þróasta og dafna saman og eigum feril sem ég er stoltur af.“

Ertu kominn með arftaka Steggs í keppni? „Kannski ekki alveg á þessu kaliberi en systir hans, Eyja frá Hrísdal, hefur verið að standa sig vel í keppni og vonandi verður áframhald á því. Svo er ég með frábæran alhliðahest sem ég er að föndra í höndunum á mér, Goða frá Bjarnarhöfn, það er hestur sem mig langar að gera góða hluti með.“

Steggur er 12 vetra gamall 1.verðlauna stóðhestur undan Þristi frá Feti og Mánadís frá Margrétarhofi. Hann hefur m.a. hlotið 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið. Hann hefur náð frábærum árangri bæði í gæðinga- og íþróttakeppni og staðið í fremstu röð. Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu hans á meginlandi Evrópu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<