,,Stundum þarf bara að gyrða sig í brók og bíta á jaxlinn“
Þá er komið að fimmtándu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu. Í síðustu umferð var það Guðmundur Björgvinsson sem var með sex rétta.
Tippari vikunnar er Sigurður Matthíasson afreksknapi úr hestamannafélaginu Fáki. Þar sem hann rekur tamningastöð og Reiðskóla Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Sigurður er stuðningsmaður Arsenal.
Spá Sigurðar:
Aston Villa 2-1 Manchester United
„Good Ebening“ segir Emery sennilega eftir að Coutinho slekkur í annars mjög sprækum United mönnum. Hinni Braga og Helgi dýralæknir hafa ekki talað um annað en að stærðin skipti ekki máli síðan tímabilið hófst en í þessum leik kemur það loksins í ljós að það vantar sirka 10-15 sentimetra upp á argentíska slátrarann.
Chelsea 0-3 Arsenal
Besti fótboltamaður Norðurlandanna, Martin Odegaard leikur á alls oddi. Viðar Ingólfs og seniorinn horfa á þennan saman og ég þori bara að vona að það endi allt saman vel.
Everton 1-2 Leicester
Vardy kominn aftur í Red Bull-inn. Onana verður eins og splunkunýr Massey Ferguson á miðjunni en það dugar ekki til.
Leeds United 2-0 Bournemouth
Leeds menn fljúga hátt eftir síðustu umferð. Nokkuð öruggur Leeds sigur.
Manchester City 4-1 Fulham
Helgi múrari og félagar í City halda áfram að leka. Mitro skorar snemma. Úrslitin velta síðan á því hvort litli bróðir Martins Odegaard spili þennan leik. Ef svo er skorar hann þrennu og leikurinn endar 4-1, ef ekki endar hann 1-1 og mínir menn koma sér en betur fyrir á toppi deildarinnar.
Nottingham Forest 1-0 Brentford
Enginn Toney, ekkert partý. Þessi leikur verður nákvæmlega eins og sá sem var spilaður á þessum velli fyrir 2 vikum.
Southampton 0-2 Newcastle
Ég hef lengi gefið mig út fyrir að vera mikill Bruno Guimaraes maður en sá hefur verið mikill fengur fyrir Newcastle liðið. Ekki versnaði þetta heldur þegar þeir fengu töframanninn Joe Willock frá Arsenal. Þetta verður því þægilegur 0-2 sigur og Sádí Arabíski krónprinsinn heldur áfram að hlæja.
Tottenham Hotspur 0-1 Liverpool
Munurinn á liðunum verður því miður sá að annað liðið keypti háfættann og rúmann stóðhest frá Benfica í sumar, hitt gerði það ekki. Hólmsteinn fótaburður vill meina að „það hafi bara ekki sést svona fótaburður í Úrvalsdeildinni síðan Djibril Cisse“. Ég veit svo sem ekki hvað hann meinar með því en eitt er víst, þessi Darwin Nunez verður of stór biti fyrir númeri of litla Tottenham-menn.
West Ham United 2-2 Crystal Palace
Lítið um þennan leik að segja. Patrick Vieira heldur áfram að brýna hnífana og Zaha skorar bæði fyrir Palace.
Wolverhampton 1-0 Brighton & Hove Albion
Stundum þarf bara að gyrða sig í brók og bíta á jaxlinn. Það er nákvæmlega það sem Ruben Neves og félagar ætla að gera í þessum leik og reyna um leið að lokka einhvern spennandi
þjálfara til að taka við liðinu.
Ég tek það síðan fram að ólíkt Konráð Val veit ég helling um enska boltann og hvet ég því fólk eindregið til þess að útbúa þennan seðil á Lengjunni og breyta þannig einum dal í sirka fimmtíu.