Sýnatökur vegna rannsókna á drómasýki

 • 13. júní 2024
 • Fréttir

Starfshópur um drómasýki í íslenskum hrossum óskar eftir sýnum, sem hluta af vinnunni við hönnun á prófi til greiningar á drómasýki. Um er að ræða blóð- og/eða hársýni til DNA greiningar. Eftirsóttust eru sýnin úr drómasjúkum hrossum en önnur hross koma einnig til greina. 

 Drómasýki sést oftast strax á folaldsaldri. Einkenni hennar eru að einstaklingurinn sofnar fyrirvaralaust. Hann hægir á sér og jafnvel stoppar, hengir haus og er óstöðugur á fótum, en getur síðan jafnsnöggt rankað við sér aftur og hlaupið af stað á ný eins og ekkert hafi í skorist. Einstaklingarnir þroskast eðlilega, en þetta eldist ekki af þeim.  

 Hross sem henta í þessar sýnatökur: 

 • Drómasjúkir einstaklingar 
 • Hross sem hafa gefið drómasjúk afkvæmi 
 • Afkvæmi drómasjúkra hrossa 
 • Systkini drómasjúkra einstaklinga  

Hvernig: 

 • Blóðsýni (1xEDTA) tekið af dýralækni og/eða hársýni (hár með rótum). 
 • Hársýni skal komið fyrir í lokuðum poka. 
 • Sýnin skulu merkt með nafni og uppruna hross eða IS-númeri 
 • Sýninu þurfa að fylgja upplýsingar um hrossið og tengingu þess við drómasýki: 

Hvert: 

 • Sonja Líndal Þórisdóttir, Lækjamóti tekur við sýnum. Hún veitir einnig nánari upplýsingar í síma 8668786, á netfanginu sonjalindal@gmail.com eða á samfélagsmiðlum. Hún getur einnig aðstoðað við sýnatöku ef á þarf að halda. 
 • Einnig er fjöldi dýralækna um allt land boðnir og búnir að taka við sýnum og aðstoða við sýnatökur eftir þörfum. Sonja veitir nánari upplýsingar ef svo ber undir. 

 

Með von um gott samstarf, 

Starfshópur um drómasýki, 

Sonja Líndal, Freyja Imsland og Þorvaldur Kristjánsson 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar