Þeir síðustu verða fyrstir

Hans Þór Hilmarsson og Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði Myndir: Carolin Giese
Eftir fyrri umferð í 150 m. skeiðinu voru þær með besta tímann Eyrún Ýr Pálsdóttir og Sigurrós frá Gauksmýri eða 14,59 sek. og átti sá tími eftir að tryggja þeim silfur í þessari grein. Eyrún Ýr hefur verið að hala inn stigum í dag og tryggt sér efsta sætið í einstaklingskeppninni með 43 stig.
Í seinni umferð 150 m. skeiðsins fóru þeir saman Hans Þór Hilmarsson á Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði og Þórarinn Ragnarsson á Bínu frá Vatnsholti en þeir náðu hvorugir tíma í fyrri umferð. Í seinni umferðinni lágu þeir þó báðir en þá klikkaði tímatökubúnaðurinn. Þeir fengu að fara annan sprett, síðasta sprett dagsins, og nældu sér í besta og þriðja besta tíma dagsins. Hans Þór og Vorsól enduðu efst með 14,51 sek. og Þórarinn og Bína í þriðja sæti með 14,61 sek.

Hjarðartún vann liðaskjöldinn en þau Hans Þór, Þórarinn og Helga Una Björnsdóttir kepptu fyrir liðið í dag.
Það er orðin mikil spenna í liðakeppninni en 1 stig skilur að efstu þrjú liðin. Sumarliðabær er enn á toppnum með 240,5 stig en Top Reiter og Hjarðartún eru heldur betur búin að saxa á forskotið og eru jöfn einu stigi neðar.
Sama sagan er í einstaklingskeppninni en Eyrún Ýr skaut sér á toppinn eftir daginn með 43 stig en hún átti mjög góðan dag, annað sæti í 150 m. skeiði og fimmta sæti í gæðingaskeiði. Aðalheiður Anna er í öðru sæti með 40 stig en hún endaði í fjórða sæti í 150 m. skeiðinu. Ásmundur er enn með 39 stig en hann bætti ekki við sig neinum stigum í dag og Þorgeir Ólafsson er orðinn fjórði með 33,5 stig.
Það stefnir allt í virkilega spennandi lokakvöld á föstudaginn, 4. apríl, í HorseDay höllinni á lokamóti Meistaradeildarinnar þegar keppt verður í skeiði og tölti.
Skeið 150m P3
Sæti Knapi Hross Tími
1 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 14,51
2 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri 14,59
3 Þórarinn Ragnarsson Bína frá Vatnsholti 14,61
4 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hörpurós frá Helgatúni 14,65
5 Þorgeir Ólafsson Hátíð frá Sumarliðabæ 2 14,79
6 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 14,81
7 Benjamín Sandur Ingólfsson Rangá frá Torfunesi 14,82
8 Árni Björn Pálsson Þokki frá Varmalandi 15,06
9 Helga Una Björnsdóttir Salka frá Fákshólum 15,14
10-11 Daníel Gunnarsson Skálmöld frá Torfunesi 15,19
10-11 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi 15,19
12 Sigurður Vignir Matthíasson Magnea frá Staðartungu 15,37
13 Guðmundur Björgvinsson Svala frá Rauðalæk 15,60
14 Ásmundur Ernir Snorrason Snædís frá Kolsholti 3 15,74
15 Hanna Rún Ingibergsdóttir Flótti frá Meiri-Tungu 1 15,78
16 Flosi Ólafsson Orka frá Breiðabólsstað 15,92
17 Bjarni Jónasson Eðalsteinn frá Litlu-Brekku 16,08
18 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 16,25
19-22 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum 0,00
19-22 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 0,00
19-22 Glódís Rún Sigurðardóttir Saga frá Sumarliðabæ 2 0,00
19-22 Hinrik Bragason Sæla frá Hemlu II 0,00
Liðakeppni
Sumarliðabær 240.5
Top Reiter 239.5
Hjarðartún 239.5
Ganghestar/Margrétarhof 218
Hestvit/Árbakki 168.5
Hrímnir/Hest.is 159
Fet/Pula 120
Einstaklingskeppni – Efstu 5
Eyrún Ýr Pálsdóttir 43
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 40
Ásmundur Ernir Snorrason 39
Þorgeir Ólafsson 33.5
Jón Ársæll Bergmann 26.5