Þórður atkvæðamikill á meginlandinu
Þórður sýndi Mjallhvíti frá Þverholtum á HM fyrir Íslands hönd mynd: Sofia Lahtinen Carlsson
Nú þegar ein kynbótasýning eftir á meginlandinu er fróðlegt að rýna í tölfræði yfir það hvaða sýnendur eru afkastamestir á árinu erlendis. Áður hafði Eiðfaxi tekið saman hverjir voru atkvæðamestir á Íslandi í fjölda fullnaðardóma
Þórður Þorgeirsson sýndi flest hross á meginlandi Evrópu eða alls 44 sýningar í fullnaðardómi, Erlingur Erlingsson er næstur honum með 37 sýningar og þeir Søren Madsen og Agnar Snorri Stefánsson koma þeim næstir með 30 sýningar.
Svona lítur annars topp tíu listi ársins í Evrópu hvað varðar fjölda fullnaðardóma:
| Knapi | Fjöldi Sýninga |
| Þórður Þorgeirsson | 44 |
| Erlingur Erlingsson | 37 |
| Agnar Snorri Stefánsson | 30 |
| Søren Madsen | 30 |
| Eyjólfur Þorsteinsson | 29 |
| Sigurður Óli Kristinsson | 24 |
| Frauke Schenzel | 19 |
| Thorsten Reisinger | 14 |
| Tryggvi Björnsson | 13 |
| Rasmus Møller Jensen | 11 |
| Steffi Svendsen | 11 |
Tölulegar upplýsingar eru teknar upp úr WorldFeng og birtar með fyrirvara um mistök.
FEIF krefst þess að blóðmerahaldi verði hætt
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Tilnefningar til knapaverðlauna LH