Þorgeir og Hanne sigurvegarar kvöldsins

  • 14. apríl 2023
  • Fréttir

Þorgeir Ólafsson vann einstaklingskeppnina í Uppsveitadeildinni. Mynd: Eyecandy

Niðurstöður frá lokakvöldi Uppsveitadeildarinnar

Í gærkvöld fór fram lokakvöld Uppsveitadeildar Jökuls í samstarfi við Flúðasveppi þar sem keppt var í tölti og flugskeiði. Húsfyllir var og góð stemning í húsinu. Flúðasveppir hafa styrkt Uppsveitadeildina í mörg ár og er þeirra stuðningur ómetanlegur. Fyrir kvöldið var lið Cintamani með forskot og lið Snæstaða var skammt undan. Glæsilegir skeiðsprettir sáust í keppni í flugskeiði. En þar kom sá og sigraði Þorgeir Ólafsson með hryssuna Ögrun frá Leirulæk og fór á 2.89 sekúndum. Lið Snæstaða var stigahæst í skeiðinu. Efst eftir forkeppni í töltinu var Hanne Smidesang með Tón frá Hjarðartúni og hlutu þau 7,50. Héldu þau forustunni allt til enda og sigruðu með einkunina 7,78. Lið Cintamani var stigahæst í töltinu.

Í Uppsveitadeildinni eru veitt verðlaun fyrir samanlagðan árangur allra mótanna. Í liðakeppninni varð lið Cintamani efst með 177,5 stig en lið Snæstaða var í öðru sæti og StormRider í þriðja sæti.

Stig liðanna:
Cintamani 177,5
Snæsstaðir 175
Storm rider 158
Brekka 142
Kercheart 140
Fóðurblandan 115
Fornusandar 23

Í einstaklingskeppninni sigraði Þorgeir Ólafsson fjórða árið í röð, en hann var í liði Snæstaða

Stig í einstaklingskeppni:
Þorgeir Ólafsson Snæstaðir 73
Þórarinn Ragnarsson Storm rider 69
Hanne Oustad Smidesang Cintamani 61
Ragnhildur Haraldsdóttir Cintamani 52
Matthías Leó Matthíasson Brekka 45
Jón Óskar Jóhannesson Brekka 44
Ólöf Helga Hilmarsdóttir Kercheart 42
Ylfa Guðrún Svavarsdóttir Kercheart 40,5
Sævar Örn Sigurvinsson Snæstaðir 40
Birgitta Bjarnadóttr Snæstaðir 38
Anna Kristín Friðriksdóttir Storm rider 37
Valdís Björk Guðmundsdóttir Brekka 37
Olöf Rún Guðmundsdóttir Cintamani 36
Reynir Örn Pálmason Storm rider 35
Daníel Gunnarsson Cintamani 33
Ísleifur Jónasson Fóðurblandan 22,5
Bergrún Ingólfsdóttir Fóðurblandan 21
Þorvaldur Logi Einarsson Fornusandar 21
Valgerður Sigurbergsdóttir Kercheart 19
Þorgils Kári Sigurðsson Snæstaðir 18
Þór Jósteinsson Fóðurblandan 16
Rósa Kristín Jóhannesdóttir Brekkur 13
Gyða Sveinbjörg Kerchaert 13
Þórdís Inga Pálsdóttir Snæstaðir 12
Kristján Árni Birgisson Fornusandar 12
Eva María Aradóttir Fóðurblandan 9
Kári Kristinsson Fornusandar 8
Helgi Þór Guðjónsson Cintamani 8
Sölvi Freyr Freydísarson Fornusandar 7
Maiju Varis StormRider 7
Daníel Larsen Storm rider 6
Ragnar Rafael Guðjónsson Fornusandar 6
Rósa Birna Þorvaldsdóttir Fóðurblandan 5
Finnur Jóhannesson Brekka 4
Rúna Tómasdóttir Kerchaert 3

Úrslit í tölti:

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni 7,78
2 Sævar Örn Sigurvinsson Huld frá Arabæ 7,56
3 Ragnhildur Haraldsdóttir Skuggaprins frá Hamri 7,44
4 Þorgeir Ólafsson Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu 7,28
5 Ólöf Rún Guðmundsdóttir Snót frá Laugardælum 7,00
6 Ólöf Helga Hilmarsdóttir Katla frá Mörk 6,94

B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
7 Reynir Örn Pálmason Þröstur frá Efri-Gegnishólum 7,17
8 Matthías Leó Matthíasson Sproti frá Enni 7,11
9 Þórarinn Ragnarsson Valkyrja frá Gunnarsstöðum 7,06
10 Valdís Björk Guðmundsdóttir Lind frá Svignaskarði 6,89

Úrslit í skeiði:
Sæti Knapi Hross
1 Þorgeir Ólafsson Ögrunn frá Leirulæk
2 Þórarinn Ragnarsson Freyr frá Hraunbæ
3 Daníel Gunnarsson Storð frá Torfunesi
4 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Straumur frá Hríshóli 1
5 Þorgils Kári Sigurðsson Gjóska frá Kolsholti 3
6 Jón Óskar Jóhannesson Örvar frá Gljúfri
7 Birgitta Bjarnadóttir Hátíð frá Sumarliðabæ 2
8 Hanne Oustad Smidesang Lukka frá Úthlíð
9 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Snædís frá Kolsholti 3
10 Ísleifur Jónasson Örn frá Kálfholti

Heildarniðurstöður úr forkeppni má finna á Kappa.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar