Tímar í 100 metra skeiði teknir af stöðulista
Stöðulisti í 100 metra skeiði hefur verið uppfærður í ljósi þess að tímar í þeirri grein á gæðingamótinu á Flúðum teljast nú ekki hafa verið settir við löglegar aðstæður. Samkvæmt þeim stöðulista sem birtist hér á vef Eiðfaxa í september voru þrír af þrjátíu bestu tímum ársins settir á því móti, þar á meðal tími Gyðu Sveinbjargar á Snædísi frá Kolsholti 3 sem var besti tími ársins í greininni, 7,12 sekúndur.
Hestamannafélagið Jökull gaf frá sér yfirlýsingu vegna málsins en í henni segir:
„Opið gæðingamót hestamannafélagsins Jökuls fór fram í lok júlí og að vanda var mikil þátttaka á mótinu og hefur þessi viðburður verið að festa sig í sessi sem feykilega vinsælt mót í mótaflórunni á Íslandi ár hvert. Í kjölfar mótsins kom því miður í ljós að framkvæmd á 100 m. skeiði hafði ekki verið fullnægjandi og mæling brautarinnar ekki farið rétt fram. Tímatökubúnaður var því settur upp á 90m í greininni og er þar mannlegum mistökum um að kenna. 100 m skeið á mótinu uppfyllti því ekki kröfur sem lögleg keppnisgrein þarf að uppfylla og telst því ólögleg. Mótshaldari, mótsstjóri og þeir sem að framkvæmdinni koma harma að svo fór og biðja þá sem hlut eiga að máli og þátttakendur í skeiði velvirðingar á því.“
Samkvæmt nýjum uppfærðum stöðulista er það því Konráð Valur Sveinsson á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk sem á besta tíma ársins, 7,19 sekúndur.
# | Knapi | Hross | Tími | Mót |
1 | Konráð Valur Sveinsson | IS2014164066 Kastor frá Garðshorni á Þelamörk | 7,19 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
2 | Ingibergur Árnason | IS2009286105 Sólveig frá Kirkjubæ | 7,30 | IS2024SOR167 – Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla 2024 |
3 | Sigursteinn Sumarliðason | IS2008187654 Krókus frá Dalbæ | 7,33 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
4 | Konráð Valur Sveinsson | IS2006186758 Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II | 7,38 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
5 | Árni Björn Pálsson | IS2013177274 Ögri frá Horni I | 7,38 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
6 | Þorgils Kári Sigurðsson | IS2015176620 Faldur frá Fellsási | 7,42 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
7 | Þorgeir Ólafsson | IS2010266201 Rangá frá Torfunesi | 7,44 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
8 | Ylfa Guðrún Svafarsdóttir | IS2013145100 Straumur frá Hríshóli 1 | 7,44 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
9 | Viðar Ingólfsson | IS2010186505 Ópall frá Miðási | 7,49 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
10 | Sveinn Ragnarsson | IS2017165890 Kvistur frá Kommu | 7,49 | IS2024FAK192 – Reykjavíkurmeistaramót Fáks WR (WR) |
11 | Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir | IS2008287692 Snædís frá Kolsholti 3 | 7,50 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
12 | Klara Sveinbjörnsdóttir | IS2013155084 Glettir frá Þorkelshóli 2 | 7,52 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
13 | Hinrik Ragnar Helgason | IS2016135831 Stirnir frá Laugavöllum | 7,55 | IS2024GEY164 – WR Suðurlandsmót – Geysir (WR) |
14 | Gústaf Ásgeir Hinriksson | IS2013155474 Sjóður frá Þóreyjarnúpi | 7,58 | IS2024FAK192 – Reykjavíkurmeistaramót Fáks WR (WR) |
15 | Daníel Gunnarsson | IS2013167180 Smári frá Sauðanesi | 7,59 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
16 | Þórarinn Ragnarsson | IS2012185445 Freyr frá Hraunbæ | 7,59 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
17 | Benedikt Ólafsson | IS2016201189 Vonardís frá Ólafshaga | 7,60 | IS2024GEY164 – WR Suðurlandsmót – Geysir (WR) |
18 | Sveinbjörn Hjörleifsson | IS2015265191 Prinsessa frá Dalvík | 7,61 | IS2024SKA207 – Punktamót og skeiðleikar 1 |
19 | Þorgeir Ólafsson | IS2015281512 Hátíð frá Sumarliðabæ 2 | 7,61 | IS2024GEY164 – WR Suðurlandsmót – Geysir (WR) |
20 | Hanne Oustad Smidesang | IS2014265664 Vinátta frá Árgerði | 7,61 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
21 | Jakob Svavar Sigurðsson | IS2011187880 Jarl frá Kílhrauni | 7,61 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
22 | Daníel Gunnarsson | IS2014235261 Kló frá Einhamri 2 | 7,66 | IS2024GEY164 – WR Suðurlandsmót – Geysir (WR) |
23 | Sigurður Sigurðarson | IS2012282581 Tromma frá Skúfslæk | 7,69 | IS2024GEY164 – WR Suðurlandsmót – Geysir (WR) |
24 | Mette Mannseth | IS2013166201 Vívaldi frá Torfunesi | 7,69 | IS2024SKA169 – WR Hólamót – Íþróttamót Skagfirðings og UMSS (WR) |
25 | Jón Ársæll Bergmann | IS2012157470 Rikki frá Stóru-Gröf ytri | 7,70 | IS2024GEY164 – WR Suðurlandsmót – Geysir (WR) |
26 | Jóhanna Margrét Snorradóttir | IS2015282652 Bríet frá Austurkoti | 7,71 | IS2024FAK192 – Reykjavíkurmeistaramót Fáks WR (WR) |
27 | Sigurður Heiðar Birgisson | IS2013258302 Hrina frá Hólum | 7,71 | IS2024SKA169 – WR Hólamót – Íþróttamót Skagfirðings og UMSS (WR) |
28 | Erlendur Ari Óskarsson | IS2016284176 Örk frá Fornusöndum | 7,72 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |
29 | Ævar Örn Guðjónsson | IS2017288692 Viðja frá Efri-Brú | 7,73 | IS2024GEY164 – WR Suðurlandsmót – Geysir (WR) |
30 | Jóhann Kristinn Ragnarsson | IS2011188668 Gnýr frá Brekku | 7,73 | IS2024FAK216 – Íslandsmót ungmenna og fullorðinna (WR) |