TÍMAVÉLIN – Endurfundir Krafts og Þórarins

  • 27. desember 2020
  • Sjónvarp

Tímavélin fer ríflega fimm ár aftur í tímann í þetta skiptið. Þá gerði evrópska fréttastöðin DW News innslag um endurfundi stóðhestsins Krafts frá Bringu og hans fyrrum eiganda og knapa, Þórarins Eymundssonar. Þeir Kraftur og Þórarinn áttu frábæran feril saman sem reis hæst á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins árið 2007 þegar þeir urðu heimsmeistarar í fimmgangi og í öðru sæti í tölti. En óhjákvæmilega þá skildu leiðir eftir þetta mót. Þórarinn fór aftur heim til Íslands en ný heimkynni Krafts voru hjá nýjum eiganda, Malin Bonnevier, í Svíþjóð. Sögu og vináttu þeirra félaga voru gerð afar góð skil í heimildamyndinni Kraftur, eftir þá Árna Gunnarsson, Steingrím Karlsson og Þorvarð Björgúlfsson, sem einnig er aðgengileg á YouTube.

Í umfjöllun DW News má sjá þegar vinirnir Þórarinn og Kraftur endurnýja kynnin, átta árum eftir HM 2007 og þessi magnaði gæðingur, þá 20 vetra gamall, hafði engu gleymt.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar