Tímavélin – Verðlaunasafn Gullbjörnsins

  • 22. nóvember 2020
  • Fréttir

Sigurbjörn Bárðarson og Trausti Þór Guðmundsson

Tímavélin fer að þessu sinni aftur til 1999. Í 10. tölublaði Eiðfaxa það ár var greint frá því að stórknapinn Sigurbjörn Bárðarson, sem allir hestamenn þekkja, hafi vígt verðlaunasafn sitt sem hann reisti sérstakt hús fyrir við heimili sitt í Kópavogi.

Keppnisferill Sigurbjörns spannaði á þessum tíma u.þ.b. 30 ár og verðlaunagripirnir voru vel á þriðja þúsundið svo það var síst vanþörf á að búa þeim öllum gott heimili. Margt góðra gesta samfagnaði Sigurbirni í tilefni vígslunnar, þeirra á meðal þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.

Sigurbjörn ásamt dóttur sinni Söru og Ólafi Ragnari Grímssyni.

Þrátt fyrir að ríflega tveir áratugir séu liðnir frá því að verðlaunasafn Sigurbjörns var vígt, er kappinn enn að bæta bikurum og verðlaunapeningum við og nóg eftir í tanknum hjá honum eftir ríflega hálfrar aldar keppnisferil. Það er því vonandi eitthvað hillupláss eftir enn.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<