Tólf reiðkennarar útskrifaðir frá Háskólanum á Hólum

Föstudaginn 5.júní fór fram brautskráning frá Háskólanum á Hólum. Frá Hestafræðideild hlutu 12 manns lærdómstitilinn BS í reiðmennsku og reiðkennslu.
Finnbogi Bjarnason hlaut reiðmennskuverðlaun Félags Tamningamanna og var það Súsanna Sand formaður félagsins sem veitti honum verðlaun.
Þá hlaut Liva Hvarregaard viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur en hún hlaut einnig morgunblaðshnakkinn.
Listi yfir brautskráða nemendur
Ástríður Magnúsdóttir
Friðbergur Hreggviðsson
Martta Uusitalo
Sandy Carson
Elín Sif Holm Larsen
Finnbogi Bjarnason
Brynja Kristinsdóttir
Julian Veith
Konráð Valur Sveinsson
Liva Hvarregaard
Sofia Hallin
Þorsteinn Björn Einarsson

Finnbogi Bjarnason ásamt tveimur af reiðkennurunum þeim Þorsteini Björnssyni og Mette Mannseth