Uppsveitadeildin Liðakynning Uppsveitadeildarinnar

  • 29. desember 2022
  • Fréttir
Fyrsta liðið sem deildin kynnir til leiks er lið Cintamani
Uppsveitadeildin verður á sýnum stað í vetur í reiðhöllinni á Flúðum. Fyrsta keppniskvöldið er 10. febrúar en keppt verður í fjórgangi. Mótin eru með ca. mánaðar millibili en næst er keppt í fimmgangi 10. mars og lokamótið er 14. apríl en þá er keppt í skeiði og tölti.
Stjórn Uppsveitadeildarinnar er byrjað að kynna liðin sem keppa í deildinni í vetur. Fyrsta liðið sem þau kynna til leiks í Uppsveitadeildinni 2023 er Cintamani.
Liðið skipa :

Ragnhildur Haraldsdóttir liðstjóri

Ólöf Rún Guðmundsdóttir

Hanne Smidesang

Helgi Þór Guðjónsson

Daníel Gunnarsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar