Valdís hæst dæmda 5.vetra hryssan í ár

  • 20. júlí 2021
  • Fréttir

Valdís hefur m.a. hlotið 10,0 fyrir höfuð, fyrst hrossa. Mynd/Kristbjörg Eyvindsdóttir

Kynbótasýningar fara nú fram á tveimur stöðum á landinu, annars vegar á Gaddstaðaflötum við Hellu og hins vegar á Hólum í Hjaltadal. Sýningin á Hellu hófst í gærmorgun en á Hólum í dag. Þegar þetta er ritað er búið að fella 57 fullnaðardóma á Hellu og 19 á Hólum.

Valdís frá Auðsholtshjáleigu er hæst dæmda hrossið á Hellu með hvorki meira né minna en 8,47 fyrir sköpulag, 8,62 fyrir hæfileika og 8,57 í aðaleinkunn sýnd af Árna Birni Pálssyni. Hún var einnig sýnd í vor en hækkar nú umtalsvert fyrir hæfileika en áður hafði hún hlotið 8,28. Í hæfileikadómi skartar hún nú fimm „níum“ fyrir tölt, skeið,samstarfsvilja og fegurð í reið. Valdís er því hæst dæmda fimm vetra hryssan hér á landi, hingað til.

Á Hólum er hæst dæmda hross dagsins Dögg frá Sauðanesi sýnd af Bjarna Jónassyni. Hún er sjö vetra gömul og hlaut 8,24 fyrir sköpulag, 8,42 fyrir hæfileika og 8,36 í aðaleinkunn. Hæst hlaut hún einkunnina 9,0 fyrir samræmi.

Yfirlitssýning á Hólum fer fram á fimmtudag og á Hellu á föstudag.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<