Varst þú búinn að hlusta á fyrsta þáttinn af Á Kaffistofunni?

  • 17. október 2020
  • Fréttir

Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir

Fyrsti þátturinn af mörgum sem framundan eru af Hlaðvarpsþættinum Á Kaffistofunni leit dagsins ljós í þessari viku. Þættirnir eru samvinnuverkefni Eiðfaxa og þeirra Arnars Bjarka Sigurðarsonar og Hjörvar Ágústssonar sem jafnframt er þáttarstjórnandi.

Í fyrsta þættinum eru viðmælendur hans þau Þórarinn Ragnarsson og Helga Una Björnsdóttir.

Í þættinum er komið inn á margar skemmtilegar sögur úr lífi þeirra Þórarins og Helgu. Þau eiga það sameiginlegt, fyrir utan það að vera frábærir hestamenn, að vera alin upp úti á landi þar sem þau stunduðu sína hestamennsku. Þórarinn er frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði og Helga Una frá Syðri-Reykjum, Miðfirði, í Vestur-Húnavatnssýslu.

Ef þú varst ekki búinn að hlusta á þáttinn getur þú bætt úr því núna með því að smella hér að neðan og hlusta á þessa skemmtilegu viðbót við fjölmiðlun hestamanna.

Á Kaffistofunni – Tvö af landsbyggðinni

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar