Á Kaffistofunni – Tvö af landsbyggðinni

  • 14. október 2020
  • Hlaðvarp
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni - Tvö af landsbyggðinni
Loading
/

Fyrsti þátturinn af hlaðvarpsþættinum Á Kaffistofunni er nú kominn í loftið. Við sem að honum stöndum erum ákaflega stoltir af þessum tímamótum en þátturinn er samvinnuverkefni Arnars Bjarka Sigurðarsonar, Hjörvars Ágústssonar og Eiðfaxa.

Eins og áður var sagt frá að þá eru það þau Þórarinn Ragnarsson og Helga Una Björnsdóttir sem eru fyrstu viðmælendur þáttarstjórnandans Hjörvars.
Í þættinum er komið inn á marga skemmtilega þætti úr lífi þeirra Þórarins og Helgu. Þau eiga það sameiginlegt, fyrir utan það að vera frábærir hestamenn, að vera alin upp úti á landi þar sem þau stunduðu sína hestamennsku. Þórarinn er frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði og Helga Una frá Syðri-Reykjum, Miðfirði, í Vestur-Húnavatnssýslu.

Við mælum með að hlustendur taki sér tíma til þess að hlusta á þennan fyrsta þátt en hann er aðgengilegur bæði hér á vefsíðu Eiðfaxa sem og á Spotify.

Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta og Ísbúðin Valdís á Hvolsvelli

Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!

Þetta er fyrsti þátturinn af mörgum sem væntanlegir eru, vonandi hafið þið gaman af.

 

Þórarinn Ragnarsson, Helga Una Björnsdóttir og Hjörvar Ágústsson þáttarstjórnandi

 

Eftirtalin fyrirtæki eru styrktaraðilar þáttarins

Nýjasta tölublað

Fleiri Hlaðvörp