Viltu láta til þín taka á alþjóðavettvangi
FEIF leitar nú að ,,young committee members“ eða ungfulltrúum í tveir nefndir. Ungfulltrúar eru á aldrinum 18-26 ára og er hugmyndin að gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast því að starfa í alþjóðlegum nefndum og ráðum. Það er einkar mikilvægt að ungt fólk fái tækifæri til að láta rödd sína heyrast og setja mark sitt á þá þróun sem það vill sjá hestamennskunni til heilla.
Leitað er að fulltrúum í Menntanefnd og Æskulýðsnefnd og er skipunartíminn tvö ár í senn. Frekari upplýsingar má finna hér
Áhugasamir sækja beint um til FEIF en við myndum gjarnan vilja heyra af því ef þið viljið gefa kost á ykkur. Endilega nýtið þetta spennandi tækifæri.
www.lhhestar.is