Vonarstjörnur framtíðar

Adrían er athygliverður kynbótahestur. 7 afkvæmi hans, 4. og 5. vetra gömul, hafa komið til kynbótadóms og er meðaleinkunn þeirra 8,18.
Nýr kynbótamatsútreikningur birtist í Worldfeng nú um miðjan október. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma (fullnaðardóma) sem lágu til grundvallar útreikningnum að þessu sinnu var 36.160. Fyrir forvitna hestaspekúlanta er gaman að skoða nýja kynbótamatsútreikninga og spá í spilin.
Þegar að árgangur þriggja vetra stóðhesta er skoðaður koma í ljós margir vel ættaðir folar sem vonandi eiga eftir að láta að sér kveða sem ræktunarhestar. Samkvæmt Worldfeng telur árgangur þriggja vetra stóðhesta alls 1350 gripi.
Hér fyrir neðan eru þeir 12 efstu samkvæmt núverandi kynbótamati. Tíu af þessum hestum eru fæddir á Íslandi en tveir þeirra á Lindholm Høje í Danmörku.
Efstur þeirra, með 133 stig, er Fleygur frá Geitaskarði en eigandi hans og Ræktandi er Sigurður Örn Ágústsson. Fleygur er undan Adrían frá Garðshorni á Þelamörk og Hrönn frá Ragnheiðarstöðum. Adrían er sá stóðhestur sem á flesta syni á þessum lista, alls 4.
Nafn | Faðir | Móðir | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn | Öryggi |
Fleygur frá Geitaskarði | Adrían frá Garðshorni á Þelamörk | Hrönn frá Ragnheiðarstöðum | 126 | 128 | 133 | 61% |
Vísir frá Þúfum | Skýr frá Skálakoti | List frá Þúfum | 127 | 126 | 132 | 65% |
Feykir frá Stóra-Vatnsskarði | Þráinn frá Flagbjarnarholti | Kylja frá Stóra-Vatnsskarði | 124 | 125 | 130 | 62% |
Vigri frá Hólum | Adrían frá Garðshorni á Þelamörk | Vörn frá Hólum | 130 | 124 | 130 | 61% |
Thor fra Lindholm Høje | Kveikur frá Stangarlæk | Þrúgur frá Skálakoti | 128 | 124 | 130 | 62% |
Mölnir fra Lindholm Høje | Þráinn frá Flagbjarnarholti | Mekkín frá Feti | 126 | 124 | 129 | 62% |
Þrymur frá Hamarsey | Skýr frá Skálakoti | Þoka frá Hamarsey | 132 | 122 | 129 | 65% |
Fákur frá Bergi | Adrían frá Garðshorni á Þelamörk | Lukkudís frá Bergi | 123 | 124 | 129 | 61% |
Náttfari frá Rauðalæk | Þráinn frá Flagbjarnarholti | Elísa frá Feti | 125 | 124 | 129 | 64% |
Draumur frá Ísalæk | Kveikur frá Stangarlæk | Brigða frá Brautarholti | 120 | 126 | 129 | 64% |
Dalvar frá Efsta-Seli | Adrían frá Garðshorni á Þelamörk | Lóa frá Efsta-Seli | 121 | 125 | 129 | 62% |
Nn frá Ketilsstöðum | Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | Snekkja frá Ketilsstöðum | 122 | 125 | 129 | 63% |
Gott er að hafa í huga þegar kynbótamatið er skoðað að þetta er spá um kynbótagildi hrossa og því þarft að hafa öryggið til hliðsjónar því eftir því sem öryggið er meira því hærra verður forspárgildi kynbótamatsins.
Nánar má lesa um kynbótamat og erfðaframför í íslenska hrossastofninum með því að smella hér.