Mikið um dýrðir á fagráðsstefnu hrossaræktar

  • 12. október 2024
  • Fréttir

Fagráðsstefna hrossaræktarinnar fer fram nú í dag í Félagsheimili Fáks í Víðidalnum. Ráðstefnan byrjaði á framsögu Nönnu Jónsdóttur formanni Búgreinadeildar hrossabænda og að því loknu fór Þorvaldur Kristjánsson yfir hrossaræktarárið í tölum og myndum auk þess að viðra hugmyndir um kynbótadóma og hrossaræktarstarfið til framtíðar.

Í framhaldinu veitti Þorvaldur verðlaun fyrir þær 14 hryssur sem hlutu heiðursverðlaun í ár. Þá hlaut Glúmur frá Dallandi viðurkenningu sem 1.verðlauna stóðhestur fyrir afkvæmi, sem honum hlotnaðist að loknum kynbótaútreikningum haustsins.

Fjölskyldan í Auðsholtahjáleigu tekur við verðlaunum fyrir þrjár efstu heiðursverðlaunahryssurnar úr hendi Nönnu Jónsdóttur

Auk þess hlutu þau Arney frá Ytra-Álandi og Húni frá Ragnheiðarstöðum verðlaun. Agnar Þór Magnússon sem sýnandi á Arneyju sem hlat hæstu aðaleinkunnar ársins, áverkalausa. Þá var Arney einnig verðlaunuð sem það hross sem hlaut hæstu aðaleinkunn ársins aldursleiðrétta og hlaut Húni sömu verðlaun sem hæst dæmdi klárhestur ársins á grunni aldursleiðréttar aðaleinkunnar. Fórst Þorvaldi þetta starf vel úr hendi og var athöfnin virðuleg.

Framundan er svo erindi Þorvaldar Árnason um innleiðingu keppnisgagna í kynbótamatið, verðlaunaafhending fyrir tilnefnd ræktunarbú og umræður um það sem fram hefur farið.

Ráðstefnunni og verðlaunaveitingum verða gerð frekari skil hér á vef Eiðfaxa og í Árbók okkar sem kemur út í desember.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar