Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts Áhugamannadeidin í beinni á Eiðfaxa í vetur

  • 2. desember 2024
  • Fréttir
Samskipadeildin hefst 20. febrúar á keppni í fjórgangi en alls verða mótin fimm talsins.

Í gær var undirritaður samningur milli Eiðfaxa og hestamannafélagsins Spretts um að Eiðfaxi TV sjái um beinar útsendingar frá Áhugamannadeild Spretts i vetur. Helsti styrktaraðili deildarinar og Spretts er Samskip og mun því deildin bera nafnið Samskipadeild.

Jónína Björk Vilhjálmsdóttir formaður Spretts hafði þetta að segja við það tilefni: „Virkilega gaman að fá Eiðfaxa að þessari deild. Erum mjög ánægð með að hafa sett þessa deild á laggirnar fyrir 10 árum og var hún algjör nýsköpun á þeim tíma. Mikilvægt er að vera með góðar útsendingar frá deildinni, útsendingar sem eru unnar af fagaðilum og hlökkum við til að sjá hvernig Eiðfaxi vinnur með verkefnið í vetur.“

Selma Rut Gestsdóttir er formaður deildarinnar og hefur ásamt nefndinni verið að leggja lokahönd á skipulagið. „Það er virkilega góð þátttaka í vetur, það má segja að það sé uppselt eða 15 lið, sem er hámark miðað við leikreglur deildarinar. Það eru margir nýir og spennandi knapar að koma inn í deildina. Þetta verður flottur vetur,“ segir Selma

Eiðfaxi kynnir með miklu stolti að Samskipadeildinni verður gerð góð skil á streymisveitum okkar og vef á komandi tímabili.

Samskipadeildin hefst 20. febrúar á keppni í fjórgangi en alls verða mótin fimm talsins.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar