Landsmót 2024 Allar upplýsingar um Landsmót á einum stað

  • 29. júní 2024
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Odd Ólafsson, stofnanda og framkvæmdarstjóra HorseDay

Smáforritið HorseDay hefur verið í miklum vexti síðustu tvö ár og í fyrra tók smáforritið yfir keppnisforrit Landssambands hestamannafélaga, LH Kappa. HorseDay sér alfarið um niðurstöður hestamóta hérlendis og er Landsmót ekki undanskilið. HorseDay hefur nú tekið við af gömlu góðu Landsmótskránni en í smáforritinu er hægt að finna allar upplýsingar um Landsmótið á einum stað.

Kári Steinsson hitti á Odd Ólafsson framkvæmdarstjóra Landsmóts í Víðidalnum í dag og tók hann tali. Grunn­virkn­in HorseDay er ókeyp­is fyr­ir not­end­ur en þar er hægt að fylgj­ast frítt með lif­andi niður­stöðum og upplýsingum um kynbótahross. Með því að kaupa áskrift fá notendur dýpri innsýn inn í t.d. keppnisárangur tiltekinna hesta, lifandi tilkynningar og upplýsingar um störf dómara.

 

 

 

20% afsláttur er af ársáskriftum fram að og yfir Landsmót.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar