Blakkur frá Þykkvabæ er „kominn á Fast“!

  • 18. janúar 2021
  • Fréttir

Blakkur frá Þykkvabæ

Það er ekkert hlé á viðskiptum með frábæra stóðhesta og nú berast fréttir af einum slíkum. Hjónin Gitte og Fleming Fast Pedersen hafa fest kaup á gæðingnum Blakk frá Þykkvabæ I. Blakkur er sex vetra gamall, sonur Hrannars frá Flugumýri og Lyftingar frá Þykkvabæ I. Hann hefur hæst hlotið 8,51 fyrir sköpulag og 8,35 fyrir hæfileika skeiðlaus, aðaleinkunn upp á 8,41. Hefur Blakkur m.a. hlotið 9,5 fyrir tölt, hægt tölt, brokk og bak og lend.

Þau Gitte og Fleming Fast eru augljóslega hrifin af brúnum gæðingum því fyrir eiga þau enga smá garpa, þá Kveik frá Stangarlæk, Styrk frá Leysingjastöðum og Viðar frá Skör. Nú bætist Blakkur í þennan hóp. Ekki er ljóst hvort eða hvenær Blakkur heldur á vit nýrra eigenda en í færslu á Facebook segir Gitte að hann muni vera áfram á Íslandi um sinn í þjálfun hjá þeim Teiti Árnasyni og Eyrúnu Ýr Pálsdóttur sem hafa séð um þjálfun hans seinustu misseri.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar