Bræðurnir Vonandi og Rúrik frá Halakoti

  • 14. apríl 2022
  • Sjónvarp Fréttir
Myndband frá Stóðhestaveislunni 2022

Stóðhestaveislan fór fram síðustu helgi í Ölfushöllinni. Margir frábærir hestar komu þar fram og á næstu vikum munum við deila hér á vefsíðu Eiðfaxa þeim atriðum sem komu fram þetta skemmtilega kvöld.

Atriðið sem við sjáum nú eru bræðurnir Rúrik og Vonandi frá Halakoti, báðir undan Álfarúnu frá Halakoti, Álfasteinsdóttur. Rúrik verður fimm vetra í vor og er undan Thór-Steini frá Kjartansstöðum. Vonandi er sjö vetra háttdæmdur undan Arion frá Eystra-Fróðholti. Það er ræktandi og þjálfari þeirra beggja sem situr Vonanda, Svanhvít Kristjánsdóttir, en knapi á Rúrik er Teitur Árnason

 

Fleiri myndbönd frá Stóðhestaveislunni

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar