Dagsetningar klárar fyrir 1. deildina

  • 10. október 2024
  • Fréttir

Lið Sportfáka vann liðakeppnina

Fyrsta deildin í hestaíþróttum að fara hefja sitt annað tímabil.

Arnhildur Helgadóttir vann einstaklingskeppnina í fyrra og er nú komin í lið í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Lið Sportfáka sigraði í liðakeppninni en knapar voru Arnhildur, Anna Björk Ólafsdóttir, Snorri Dal, Ingibergur Árnason og Erlendur Ari Óskarsson.

Keppt er eftir reglum FEIF í 1. deildinni og er þetta liða- og einstaklingskeppni. Keppnisgreinarnar eru V1, F1, T1, PP1, T2, P2 og gæðingalist 2. Miðað er við að átta lið keppi á tímabilinu og verður fjöldi knapa í hverju liði takmarkaður við fimm aðila og þrír keppa í hverri grein.

Dagsetningar eru klárar fyrir deildina næsta vetur og er þeim listað upp hér fyrir neðan. Deildin hefst þann 21. febrúar á keppni í fjórgangi.

Eftirfarandi eru dagsetningarnar fyrstu deildarinnar 2025

21.febrúar Fjórgangur V1
14.mars Gæðingalist
3.apríl Slaktaumatölt T2
17.apríl Fimmgangur F1
24.apríl Tölt T1 og 100 m skeið P2
26.apríl Gæðingaskeið PP1 og Glæsilegt lokahóf

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar