Iðkendum í hestamennsku fjölgar um tæp 10% á milli ára
Á vef LH segir frá því að þátttakendum í hestamannafélögum hafi fjölgað milli ára, sem verða að teljast verulega góð tíðindi fyrir hestamennskuna í landinu. Birtist fréttin í kjölfar tölfræði samantektar ÍSÍ fyrir árið 2023 sem birt var nú nýlega á vef þeirra.
Í þeirri samantekt kemur fram að á milli áranna 2022 og 2023 fjölgaði þeim sem skráðir eru í hestamannafélög úr 12.470 í 13.697, sem er fjölgun um 1227 einstaklinga eða 9,8%. Það er mesta fjölgunin innan stærstu sérsambanda ÍSÍ á milli ára.
Þá er kynjahlutfall félagsmanna í hestamannafélgöum mjög jöfn þegar miðað er við iðkendur 18 ára og eldri. Konur eru 4690 talsins og karlar 4642, ef miðað er við félagsmenn 18 ára og yngri er hlutfallið annað, þar sem stúlkur eru 2933 og drengir 1429 talsins.
Ef tölfræði ólíkra landshluta er skoðuð að þá má sjá að á Suðurlandi og Norðurlandi vestra eru hestaíþróttir fjölmennasta greinin með flesta iðkendur/félagsmenn. Hún stendur hins vegar höllustum fæti á Vestfjörðum þar sem hestaíþróttin er sjötta stærsta greinin og á Suðurnesjum þar sem hún er fimmta stærsta greinin.
Fréttin hefur verið uppfærð.