Á Kaffistofunni-(sér)vitringarnir þrír kveðja árið 2020

  • 29. December 2020
  • Hlaðvarp
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni-(sér)vitringarnir þrír kveðja árið 2020
Loading
/

Í tilefni þess að árið 2020 er nú að renna sitt skeið var ákveðið að taka upp einn aukaþátt af Á Kaffistofunni. Þar fékk Hjörvar, þáttarstjórnandinn síkáti, þá Arnar Bjarka Sigurðarson og Gísla Guðjónsson með sér í lið til þess að ræða margt af því sem fram fór á árinu.

Meðal þess efnis sem rætt var eru kynbótasýningar, sem fá töluvert mikið vægi í þættinum þar sem þær breytingar sem voru gerðar í ár á kynbótakerfinu eru ræddar, landssýningin hvernig landsmótum framtíðar verður háttað og fleira. Við ræðum ýmislegt er tengist íþrótta-, gæðinga- og skeiðkeppni. Þá er slegið á létta strengi og átti hver og einn að velja sitt draumalið sem skipað er 8 keppendum til að keppa fyrir Íslandshönd á HM.

Í fyrsta skipti er tæknin notuð og hringdi hlustandi inn og sagði sína skoðun á ýmsu er tengist hestamennskunni. Þetta og ýmislegt fleira er að finna í nýjasta þætti af Á Kaffistofunnu.

Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta og Ísbúðin Valdís á Hvolsvelli

Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!

The most recent issue

Fleiri Hlaðvörp