Á Kaffistofunni – Dalvíski netagerðarmaðurinn

  • 23. November 2020
  • Hlaðvarp
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni - Dalvíski netagerðarmaðurinn
Loading
/

Fjórði þátturinn af hlaðvarpsþættinum Á Kaffistofunni er nú kominn í loftið en þættirnir eru samvinnuverkefni Arnars Bjarka Sigurðarsonar, Hjörvars Ágústssonar og Eiðfaxa.

Kampakátir í stúdíónu á Sunnuhvoli

Gestur þáttarins er Anton Páll Níelsson sem er flestum hestamönnum vel kunnugur. Hann er fæddur og uppalinn á Dalvík þar sem hann sleit barnsskónum og byrjaði sína hestamennsku en foreldrar hans voru ekki í hestum. Hann fór til náms við Háskólann á Hólum þar sem hann lærði til reiðkennara og er einn vinsælasti reiðkennarinn í Íslandshestaheiminum. Hann hefur skoðanir á málunum og er óhræddur við að láta þær í ljós.

Í þættinum eru einnig þeir Hjörvar Ágústsson og að þessu sinni bætist við Arnar Bjarki Sigurðsson og ræða þessi þrír snillingar ýmislegt tengt hestamennskunni.

Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta og Ísbúðin Valdís á Hvolsvelli

Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!

The most recent issue

Fleiri Hlaðvörp