Á Kaffistofunni – Kjarnakona úr Kjósinni
Þriðji þátturinn af hlaðvarpsþættinum Á Kaffistofunni er nú kominn í loftið. Af því tilefni langar okkur sem að þáttunum standa að þakka kærlega fyrir móttökurnar og heillóskirnar sem okkur hafa borist eftir fyrstu tvö þættina hlustunin hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Þættirnir eru samvinnuverkefni Arnars Bjarka Sigurðarsonar, Hjörvars Ágústssonar og Eiðfaxa.
Viðmælandi Hjörvars að þessu sinni er Svanhvít Kristjánsdóttir en hún hefur frá ýmsu að segja úr viðburðarríku lífi sínu. Hún er alin upp í kjósinni, lærður kjólameistari, fór erlendis til þess að víkka sjóndeildarhringinn, byggði upp jörðina Halakot ásamt manni sínum Einari Öder Magnússyni en hann féll frá langt fyrir aldur fram.
Svanhvít kallar ekki allt ömmu sína á sama tíma og uppbygging í Halakoti var á fullu var hún að ala upp fjögur börn þannig að það var í nógu að snúast. Samtal þeirra Svönu og Hjörvars er verulega áhugavert og mælst er til þess að fólk hlusti til enda.
Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta og Ísbúðin Valdís á Hvolsvelli
Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!