Á Kaffistofunni – Nýr formaður LH
Fimmti þátturinn af hlaðvarpsþættinum Á Kaffistofunni er nú kominn í loftið en þættirnir eru samvinnuverkefni Arnars Bjarka Sigurðarsonar, Hjörvars Ágústssonar og Eiðfaxa.
Gestur þáttarins að þessu sinni er nýkjörinn formaður LH, Guðni Halldórsson. Hann mætti Á Kaffistofuna og hitti þar fyrir þáttarstjórnandann Hjörvar Ágústsson sem spurði hann spjörunum úr um það hvaðan hann kemur og hver hans bakgrunnur sé bæði í leik og starfi. Einnig fara þeir yfir framtíðarsýn Guðna í formannsembætti LH, það leynir sér ekki að hann gerir allt af krafti sem hann tekur sér fyrir hendur og horfir björtum augum fram á veginn og mun beita sér fyrir okkur hestamenn í hinum ýmsu málum. Þáttinn má hlusta á hér á vefsíðu Eiðfaxa eða þá á hlaðvarpsveitunni Spotify.
Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta og Ísbúðin Valdís á Hvolsvelli
Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!