Á Kaffistofunni – Skagfirski draumurinn
Ellefti þátturinn af Á Kaffistofunni er nú kominn í loftið en þættirnir eru samvinnuverkefni Arnars Bjarka Sigurðarsonar, Hjörvars Ágústssonar og Eiðfaxa.
Magnús Bragi Magnússon bóndi á Íbishóli í Skagafirði er gestur Hjörvars að þessu sinni. Hann hefur frá ýmsu að segja frá viðburðarríkri ævi sinni. Líf hans og yndi eru hestar og allt það sem tengist þeim, hann passar sig á því að taka sér ekki of hátíðlega og kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Spjall þeirra Hjörvars er áhugavert en ekki síður skemmtilegt öllum þeim sem áhuga hafa á hestum og hestamönnum.
Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta, Ísbúðin Valdís og Sleipnir Hestaflutningar ehf.
Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!