Hin hliðin – Andrea Margrét Þorvaldsdóttir

  • 2. september 2020
  • Fréttir

Áfram höldum við að kynnast hinni hliðinni á hestamönnum víðsvegar um heiminn. Í síðustu viku skoraði Hulda G. Geirsdóttir á Andreu Margréti Þorvaldsdóttir að sýna okkur hina hliðina. Það stóð ekki á svörum að norðan.  Góða skemmtun.

 

Fullt nafn: Andrea Margrét Þorvaldsdóttir

Gælunafn: í gamla daga var ég kölluð Magga, núna bara Andrea

Starf: Þjónustustjóri Vaðlaheiðarganga

Aldur: spyr maður að því ?? uuuu NEI!

Stjörnumerki: Naut .. alla leið!

Hjúskaparstaða: á LOKSINS kærasta .. hann heitir Jóel og er frábær!

Uppáhalds drykkur: Bjór

Uppáhalds matur: Bjór

Uppáhalds matsölustaður: Tapas barinn, þar fæst bjór

Hvernig bíl áttu: Ólíkt Hjörvari þá á ég Dodge RAM 2500 – beinskiptann, konur verða ekki svalari en það!

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:  Friends – en horfi voða lítið á sjónvarp

Uppáhalds tónlistarmaður: misjafnt eftir dögum – í dag Mugison

Fyndnasti Íslendingurinn: Ari Eldjárn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn:  Mars – Caramel og Diamkúlur í vanilluís

Þín fyrirmynd: Þær eru margar, allir sem boða gleði, gæfu og lifa í núinu.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Elín Margrét Stefánsdóttir í Fellshlíð, hún vinnur mig alltaf (eins og reyndar flestir).

Sætasti sigurinn: Að ríða upp Hvítármúla, yfir Nýjabæjarfjall og niður í Torfufellsdal í sumar (úr Skagafirði yfir í Eyfjafjörð, 53km dagur 40% gangandi)

Uppáhalds lið í íslenska boltanum:  Fótbolta ?? einmitt

Uppáhalds lið í enska boltanum: Sjá svar ofar… ég fór reyndar á leik með ManUtd í fyrra.. en þá hélt ég að dómararnir væru í liðinu sem ég átti að halda með… en fyrri hálfleikur var fínn… svo var þetta orðið alltof langt, maður mátti ekki hafa bjór í stúkunni.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Spuna frá Vesturkoti, ekki spurning. Undrahestur, flugrúmur og kattliðugur. Á eftir að skilja mikið eftir sig.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Ylfa Guðrún Svafarsdóttir

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: fyrir utan Jóel minn, Konráð Valur Sveinsson

Besti knapi frá upphafi: Reynir Aðalsteinsson – ótrúlegur maður.

Besti hestur sem þú hefur prófað: Ljúfur frá Grýtubakka, flugrúmur sonur Höldurs frá Brún – með sturlað gott skeið.

Uppáhalds staður á Íslandi: Það er margbreytilegt, núna – Merkigil í Skagafirði

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Það er ekki prenthæft

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Alls ekki

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla:  Stærðfræði … já og mætingu

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Í frímínútum

Vandræðalegasta augnablik: Þegar sonur minn Atli þá ca. 3 ára hárreitti konu í sturtu í sundlauginni á Akureyri, ekkert svo vandræðalegt fyrr en maður fattar hvað 3 ára börn ná langt.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Sigga Ævars, hann er magnaður dansari – Huldu Geirs, hún kann öll lögin og Jóel minn ?

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Æfði blak í gamla daga.. var hrikaleg í hávörninni ?

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju:  Matti Eiðs á Brún. Hann virkaði í fyrstu harður kall en þegar maður kynntist honum var enginn ljúfari, skilningsríkari eða betri kennari og hann var alltaf með puttann á púlsinum. Blessuð sé minning um frábæran mann.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja:  Thomas Alva Edison og ég mundi spyrja hann .. .hvernig í ósköpunum datt þér þetta í hug?

Ég skora á Teit Árnason!

 

Hin hliðin – Hulda G. Geirsdóttir

Hin hliðin – Hjörvar Ágústsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar