Hin hliðin – Teitur Árnason

  • 9. september 2020
  • Fréttir

Áfram höldum við að kynnast hinni hliðinni á hestafólki um land allt. Síðast skoraði Andrea Margrét Þorvaldsdóttir á stórknapann Teit Árnason sem að sjálfsögðu tók slíkri áskorun fagnandi. Kynnumst Teiti aðeins betur.

Fullt nafn: Teitur Árnason 

 

Gælunafn: Ekki svo ég viti

 

Starf:  Vinn við flest sem viðkemur hestamennsku, hef samt mest gaman af þjálfun hesta og það því stærsti hlutinn.

 

Aldur: Nýlega orðinn 29 ára gamall

 

Stjörnumerki: Meyja

 

Hjúskaparstaða: Í sambandi með Eyrúnu Ýr Pálsdóttir. 

 

Uppáhalds drykkur: Kaffibollinn á morgnana, hann leggur línurnar fyrir daginn. 

 

Uppáhalds matur: Það er þegar Eyrún hendir sér í gírinn og smellir í lambalæri með öllu tilheyrandi….kjötið, grænmetið, sósan og annað meðlæti mynda uppáhalds máltíðina. 

 

Uppáhalds matsölustaður: Ætli það sé ekki Grillmarkaðurinn.

 

Hvernig bíl áttu: GMC trukk. 

 

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Kóngur um Stund, hágæða efni sem framleitt var fyrir nokkrum árum. Voru sýndir á Stöð 2 og það er enn hægt að sjá þá, mæli með þeim.  

 

Uppáhalds tónlistarmaður: Freddie Mercury, rosalegur performer. 

 

Fyndnasti Íslendingurinn: Flosi Ólafsson sem Daníel Jónsson, bíó atriði. 

 

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Draumurinn + oreo í Huppu.

 

Þín fyrirmynd: Á fullt af fyrirmyndum, reyni að líta á það jákvæða hjá mörgum og draga af því lærdóm. 

 

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Sigurbjörn Bárðason, hann kann öll trixin í bókinni og er enn að vinna okkur. 

 

Sætasti sigurinn: HM í fyrra var auðvitað svoldið crazy, Diddi velur mig í liðið og á hesti sem ég hafði aldrei keppt á. Menn voru misjafnlega sáttir með þetta en sigurinn var sætur. En milliriðill á Landsmóti 2018 í A flokk á honum Hafstein frá Vakurstöðum var samt það sætasta, hef aldrei verið eins stressaður á ævinni eins og fyrir það og eftir keppnina hafði ég raunverulega trú á að ég gæti klárað dæmið. 

 

Mestu vonbrigðin: Að tapa 250 metra skeiði á HM 2015, það var samt geggjaður sprettur með Gumma Einars.

 

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Fylkir, er alinn upp í Árbænum. Spilaði þar sem sem krakki, var betri á bekknum en inni á vellinum en held samt áfram stuðningi við liðið.

 

Uppáhalds lið í enska boltanum: Manchester United

 

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Álfadís frá Selfossi. Hestagull sem búin er að reynast íslenskri hrossarækt fáránlega vel. 

 

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Það eru til fullt af flottum knöpum sem eiga eftir að verða frábær í framtíðinni. En til að nefna einn þá er það Glódís Rún Sigurðardóttir, flink að þjálfa og alhliða knapi.

 

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Reiðkennarinn Konráð Valur Sveinsson 

 

Besti knapi frá upphafi: Tómas Ragnarsson – náttúrureiðmaður

 

Besti hestur sem þú hefur prófað:  Reiðtúrar heima á Hvoli á Glað frá Prestsbakka, það var fullorðins. 

 

Uppáhalds staður á Íslandi:Fór Kjöl um daginn, hann er ekki uppáhaldsstaðurinn á pickup. Mér finnst alltaf gaman að koma á Akureyri, er ættaður þaðan og finnst sjarmi yfir bænum. 

 

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Er eitthvað að fara yfir daginn og morgundaginn í hausnum og dett svo út 

 

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum:Fótbolta og handbolta, í mismiklu magni eftir því hvernig staðan hjá manni er.

 

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Var mjög slæmur í ensku á tímabili, tók mig svo á í þeim efnum.

 

Í hverju varstu bestur/best í skóla:Var með 100 % mætingu einn veturinn í MS áður en miðarnir sem “foreldrarnir” skrifuðu undir ástæðu þess að maður væri fjarverandi voru bannaðir. Nýttist manni mjög vel og mamma var sátt með strákinn sinn.

 

Vandræðalegasta augnablik: Mætti fullnuma norður í Hólaskólaá fyrsta ár, var fljótur að finna svo var ekki. 

T.d var alltaf verið að spyrja mig á hvor skástæðunni ég væri, vissi það aldrei en grísaði stundum á rétt svar.

 

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Maður tæki auðvitað einungis menn með sér sem eru með mikið jafnaðargeð og láta sér fátt um finnast. Valið er því einfalt. Jóhann Rúnar Skúlason, Jakob Svavar Sigurðsson og Árni Björn Pálsson. Er viss um að við yrðum ekkert lengi á eyjunni. 

 

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Er þessi flata týpa og því er ekkert sturlað við mig.

 

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Herbert Kóki Ólason, hélt að hann væri löngu hættur að ríða út og búinn að missa áhugann en svo kemur maður á Hrafnsholt og þá er hann að temja tryppi, þjálfa keppnishross og rækta gæðinga ásamt fullt af öðru. Geri aðrir betur.

 

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja:  Hvernig nenniru þessu? Donald Trump

 

Ég skora á hrossaræktandann Lilju Pálmadóttir á Hofi á Höfðaströnd! 

 

Hin hliðin – Andrea Margrét Þorvaldsdóttir

Hin hliðin – Hulda G. Geirsdóttir

Hin hliðin – Hjörvar Ágústsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar