Kynbótasýningar Opið fyrir skráningar á síðsumarssýningar

  • 16. júlí 2024
  • Fréttir
Opnað var á skráningar á síðsumarssýningar mánudaginn 15. júlí kl. 9:00.

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML.

Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umsjónamaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu. Til að fá aðstoð er hægt að hringja í síma 516-5000, eða senda tölvupóst á netfangið rml@rml.is. Við bendum á að utan dagvinnutíma eru starfsmenn RML ekki til staðar til að svara síma eða tölvupósti og því hvetjum við eigendur/umsjónamenn hrossa til að skrá tímanlega.

Síðsumarsýningar:

  • 12.08-16.08 Rangárbakkar við Hellu, föstudagur 2. ágúst
  • 12.08-16.08 Hólar, Hjaltadal, föstudagur 2. ágúst
  • 19.08-23.08 Rangárbakkar við Hellu, föstudagur 2. ágúst

Verð fyrir fullnaðardóm er 40.675 kr. en fyrir sköpulagsdóm/hæfileikadóm 31.000 kr. Ganga þarf frá greiðslu um leið og hrossið er skráð. Hægt er að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er hægt að greiða með millifærslu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar