Landsmót 2024 Punktar frá yfirdómara fyrir keppni á Landsmóti

  • 28. júní 2024
  • Fréttir
Hér má sjá nokkur atriði frá yfirdómara sem gott er að hafa í huga fyrir keppni í gæðingakeppni á Landsmóti 2024.

Listinn birtist á heimasíðu Landsmóts og kemur þar fram að listinn sé „lifandi“ og því geti fleiri atriði bæst við.

  • Stökk í barnaflokki verður sýnt í plúsátt, þ.e. þegar riðið er upp á vinstri hönd þá er sýnt stökk á langhlið fjær dómurum (brekkumegin) og þegar riðið er upp á hægri hönd þá er sýnt stökk á langhlið nær dómurum.
  • Pískur í ungmennaflokki, A og B flokk er ekki leyfður á upphitunarsvæði.
  • Aðeins knapar mega vera í söfnunarhring
  • Mikilvægt að knapar kynni sér reglur um fótabúnað og járningar
  • Yfirdómari, dómarar og fótaskoðunarmenn geta óskað sérstaklega eftir því að knapi mæti í fótaskoðun
  • Yfirdómari og dómarar geta farið fram á læknisskoðun hests
  • Búið er að skipta aðkomu inn á völlinn í tvennt, svo knapar mætist ekki á leið inn og út af vellinum
  • Yfirdómari mun bjóða upp á viðtalstíma fyrir keppendur á sunnudegi að loknum knapafundi, tímasetning og staðsetning auglýst nánar.
  • Búið er að þrengja brautina fyrir keppni í A-flokki, lagt verður fjær dómurum.

Yfirdómari gæðingakeppninnar er Oddrún Ýr Sigurðardóttir og vilja aðstandendur Landsmóts minna á að það er á ábyrgð keppanda að kynna sér lög og reglur.

Hægt er að sjá reglur um leyfaðn beislibúnað HÉR

www.landsmot.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar