Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Ráslisti fyrir fjórganginn í Meistaradeildinni

  • 23. janúar 2024
  • Fréttir

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðsstöðum, sigurvegarar fjórgangsins í fyrra. Mynd: Meistaradeild í hestaíþróttum

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefur göngu sína á fimmtudaginn

Búið er að draga í rásröð fyrir fjórganginn í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Fyrsta keppni fer fram á fimmtudaginn og hefst keppni kl. 19:00.

Eyrún Ýr Pálsdóttir í liði Top Reiter ríður á vaðið. Hún situr hestinn Úlf frá Hrafnagili sem er hestur sem við höfum ekki séð áður í deildinni. Það eru margir knapar sem tefla farm nýjum hrossum svo það verður spennandi að sjá hvað þessi nýju pör munu gera á stóra sviðinu.

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir mætir með Flóvent frá Breiðsstöðum en þau unnu þessa grein, eftirminnilega, í fyrra. Þrjú önnur pör eru skráð til leiks sem voru í úrslitum í fyrra, þau Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ, Sara Sigurbjörnsdóttir og Flugs frá Oddhóli og Hans Þór Hilmarsson og Fákur frá Kaldbak.

Fasteignasalarnir Gulla Jóna og Garðar Hólm bjóða frítt í stúkuna í HorseDay höllinni en húsið og veitingasala opnar kl. 17:30. ​Matur og veitingar verða í boði í veitingasal HorseDay Hallarinnar fyrir keppni og ef pantað er fyrirfram fylgir í kaupbæti frátekið sæti í stúkunni. ​Allar pantanir og nánari upplýsingar eru á info@ingolfshvoll.is

Hér fyrir neðan er ráslistinn

Ráslisti – Fjórgangur – Meistaradeild í hestaíþróttum

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Lið
1 Eyrún Ýr Pálsdóttir Úlfur frá Hrafnagili Auður frá Lundum II Rauðhetta frá Holti 2 Top Reiter
2 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum Rammi frá Búlandi Gyðja frá Hólshúsum Hestvit/Árbakki
3 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp Konsert frá Hofi Auður frá Neðri-Hrepp Hrímnir/Hest.is
4 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka Loki frá Selfossi Gola frá Þjórsárbakka Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
5 Ólafur Andri Guðmundsson Goði frá Garðabæ Straumur frá Feti Hnota frá Garðabæ Austurkot/Pula
6 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Gjafar frá Hvoli Ösp frá Kollaleiru Ganghestar/Margrétarhof
7 Birta Ingadóttir Hrönn frá Torfunesi Hróður frá Refsstöðum Myrkva frá Torfunesi Uppboðssæti
8 Hans Þór Hilmarsson Fákur frá Kaldbak Vákur frá Vatnsenda Elding frá Kaldbak Hjarðartún
9 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Fregn frá Oddhóli Ganghestar/Margrétarhof
10 Hanna Rún Ingibergsdóttir Móeiður frá Vestra-Fíflholti Penni frá Eystra-Fróðholti Varða frá Vestra-Fíflholti Austurkot/Pula
11 Arnar Bjarki Sigurðarson Logi frá Lerkiholti Framherji frá Flagbjarnarholti Marglytta frá Feti Hrímnir/Hest.is
12 Sigurður Sigurðarson Gaukur frá Steinsholti II Kjarni frá Þjóðólfshaga 1 Dögg frá Steinsholti II Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
13 Teitur Árnason Aron frá Þóreyjarnúpi Korgur frá Ingólfshvoli Hrefna frá Þóreyjarnúpi Top Reiter
14 Helga Una Björnsdóttir Bylgja frá Barkarstöðum Roði frá Lyngholti Valhöll frá Blesastöðum 1A Hjarðartún
15 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum Framherji frá Flagbjarnarholti Dögun frá Kvistum Hestvit/Árbakki
16 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Pan frá Breiðstöðum Dúkka frá Úlfsstöðum Ganghestar/Margrétarhof
17 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 Orka frá Hvolsvelli Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
18 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Loki frá Selfossi Sunna frá Sumarliðabæ 2 Hrímnir/Hest.is
19 Árni Björn Pálsson Alda frá Dalsholti Jökull frá Rauðalæk Rún frá Laugabóli Top Reiter
20 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg Leiknir frá Vakurstöðum Gefjun frá Litlu-Sandvík Austurkot/Pula
21 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti Skýr frá Skálakoti Skrugga frá Kýrholti Hjarðartún
22 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási Ómur frá Kvistum Stolt frá Selfossi Hestvit/Árbakki

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar